Fara í efni

Fyrsti vinnufundur við undirbúning hringrásarsamfélags

06.06.2023
Fréttir

Íbúum Reykhólahrepps var í dag boðið að taka þátt í undirbúningi að hringrásarsamfélagi. Þetta var vinnufundur, þar sem íbúum og hagsmunaaðilum gafst kostur á að varpa fram hugmyndum um leiðir að sjálfbæru hringrásarsamfélagi.

Starfinu á fundinum stýrðu þeir Kjartan Ragnarsson verkefnisstjóri hringrásarsamfélags og Björgvin Sævarsson sem veitir ráðgjöf og heldur utan um stefnumótun.

Björgvin Sævarsson.

 

Kjartan Ragnarsson með kaffibollann, Hlynur Hjaltason og Guðmundur Ólafsson snúa baki í okkur, Dísa Sverris og Dalli til hægri.

María Maack.

Fundarmenn unnu í nokkrum hópum og var gaman að heyra hvað unga fólkið var duglegt að koma hugmyndum á framfæri.

 

Í lok fundar klappaði Ingibjörg Birna sveitarstjóri, sem stýrði fundi, fundargestum lof í lófa.

Bráðlega verða þær hugmyndir og tillögur sem komu fram birtar hér á vefsíðunni.