Fara í efni

Fyrirlestur um jákvæð samskipti, í Reykhólabúðinni

06.02.2024
Fréttir

Pálmar Ragnarsson ofurpeppari og fyrirlesari kemur í Reykhólahrepp á fimmtudag, 8. febrúar og verður með fyrirlestur í Reykhólabúðinni sem er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins. Fyrirlesturinn er um klukkustund og hefst klukkan 17:00. Þetta segir hann um fyrirlesturinn:

„Í fyrirlestri mínum "Jákvæð samskipti" fjalla ég á skemmtilegan hátt um jákvæð samskipti í okkar daglega lífi, vinnustöðum og fjölskyldu. Ég tek skemmtileg dæmi sem ég tengi við áhorfendur sem fær fólk til þess að hugsa og hlæja á sama tíma. Einnig kem ég með ýmis ráð í sambandi við samskipti foreldra og barna/unglinga og hvernig við getum einfaldað líf okkar þar. Helsti boðskapurinn er sá að við ættum hver og ein að reyna að ná því besta út úr fólkinu í kringum okkur á sama tíma og við gerum líf okkar betra og skemmtilegra.“

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest