Fara í efni

Framtíðarstarf tæknistjóra hjá Norðursalti

15.09.2025
Fréttir

Norður & Co ehf. leitar að drífandi og ábyrgðarfullum einstaklingi í framtíðarstarf tæknistjóra við

Norðursalt á Reykhólum. Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi.

Starfið er laust frá 1. janúar 2026 eða fyrr.

Starfið felur í sér ábyrgð á;

  • Stjórnun á vélum og tæknilegum búnaði.
  • Daglegu viðhaldi og rekstri búnaðar og húsnæðis.
  • Skipulagningu og framkvæmd endurbóta.

Við leitum eftir lausnarmiðuðum og útsjónarsömum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og í teymi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Krafist er menntunar eða mikillar reynslu í vél- eða rafgreinum.
  • Reynsla af viðhaldi tækja og vélbúnaðar í iðnaði mikilvæg.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Almenn tækniþekking og áhugi
  • Færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Lausnamiðað hugarfar
  • Íslenskukunnátta

Fríðindi; Norðursalt getur útvegað húsnæði eða aðstoðað við milligöngu vegna húsnæðis.

Aðgangur að ávöxtum á vinnutíma.

Umsóknarferli:

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið ingibjorg@nordurco.com

Umsóknarfrestur er til 5. október 2025.

Ítarlegri upplýsingar hér