Fara í efni

Framkvæmdastjóri Aftureldingar í Reykhólahreppi (15–20% starf)

28.01.2026
Fréttir

Íþróttafélagið Afturelding í Reykhólahreppi auglýsir eftir framkvæmdastjóra til að leiða þróun og uppbyggingu félagsins til framtíðar. Félagið hefur hlotið styrk úr Fjársjóði fjalla og fjarða, sem gerir kleift að móta og þróa nýtt og spennandi starf.

Um er að ræða sveigjanlegt og mótanlegt starf, þar sem viðkomandi fær tækifæri til að þróa hlutverkið í takt við þarfir félagsins og samfélagsins, með það að markmiði að gera starfið sjálfbært til framtíðar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun og mótun starfs framkvæmdastjóra
  • Stefnumótun og framtíðarsýn fyrir starfsemi félagsins
  • Umsóknir um styrki, m.a. vegna þjálfara og æfingahalds
  • Samskipti við hagsmunaaðila, sveitarfélag og samstarfsaðila
  • Almenn stjórnun og utanumhald starfsemi eftir þörfum

Hæfniskröfur

  • Æskilegt að hafa áhuga á íþróttum og íþróttastarfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Geta til að vinna sjálfstætt og móta starf frá grunni
  • Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af styrkjaumsóknum eða stefnumótun (ekki skilyrði)

Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar

  • Starfshlutfall: 15–20%
  • Æskilegur upphafstími: 1. apríl
  • Umsóknarfrestur er til 28. febrúar
  • Starfið hentar vel með námi eða öðru starfi

Fyrir frekari upplýsingar um starfið er hægt að hafa samband við
Styrmi Sæmundsson, sími 847-8097.