Fara í efni

Reykhólahreppur eitt 5 sveitarfélaga sem eru að greina áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga

13.04.2023
Fréttir
Af vef Byggðastofnunar
Af vef Byggðastofnunar

Fimm sveitarfélög taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að aðstoða íslensk sveitarfélög í þeirri vinnu sem fram undan er við að greina áhrif og afleiðingar loftslagsbreytinga og móta aðgerðir til aðlögunar.

Þannig verði sveitarfélögum færðir skýrari ferlar og aðferðir sem gera þeim kleift að búa sig undir möguleg áhrif loftslagsbreytinga á innviði, atvinnugreinar, efnahag og samfélög. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyrarbær, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjallabyggð, Reykhólahreppur og Reykjanesbær.

Nánar á vef Byggðastofnunar https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/fimm-sveitarfelog-taka-thatt-i-verkefni-um-adlogun-islenskra-sveitarfelaga-ad-ahrifum-loftslagsbreytinga