Fara í efni

FEBDOR ætlar á Deleríum Búbónis

18.09.2023
Fréttir

Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi stefnir á ferð í Borgarleikhúsið 22. okt til að sjá Deleríum Búbónis kl.16:00.

Miðaverð er kr. 8.900. Búið er að taka frá 30 miða sem verða geymdir til 22. sept.

Þar eð fresturinn er frekar stuttur væri gott að þeir sem áhuga hafa tilkynni sig sem allra fyrst til Steinunnar sími 830 0031 eða Finnboga sími 864 6244.

Að sýningu lokinni verða allir orðnir svangir og því er fyrirhugað að snæða á Kringlukránni áður en haldið verður heimleiðis.

Jón Múli og Jónas Árnasynir, höfundar Deleríum Búbónis. /mynd Landsbókasafn.