Fara í efni

Ágústa Ýr í helgarviðtali DV

19.06.2023
Fréttir
Á flugi í Mexico.
Á flugi í Mexico.

Ágústa Ýr Sveinsdóttir hefur reynt margt þó hún sé ung að árum. Hún hefur ferðast víða um heim í tengslum við vinnu, nám og frí, en ekki síst aðaláhugamálið sem er svifvængjaflug (paragliding).

Hún er rafvirki að mennt, útskrifaður markþjálfi og svo hefur hún setið í sveitarstjórn Reykhólahrepps. Þetta er engan veginn tæmandi lýsing á þessari yfirlætislausu og jarðbundnu konu.

Nú er eitt stærsta verkefni hennar að ná bata eftir alvarlegt slys sem hún lenti í fyrir 2 árum á Íslandsmóti í paragliding.

Ágústa er í helgarviðtali DV, þar er hú spurð hvaðan hún hafi þennan kraft og jákvæðni sem hefur áreiðanlega hjálpað til við þann góða árangur sem hún hefur náð í endurhæfingunni.

„Ég held að stórum hluta sé það uppeldinu að þakka, þessari nánd við náttúruna. Ég finn alltaf kraftinn koma þegar ég er úti í náttúrunni. Svo á ég góða fjölskyldu að auk þess að hafa bara verið alltaf svona. Ætli þetta sér ekki einhvers konar blanda að þessu,“ segir Ágústa.

Núna vil ég nota þennan kraft til hjálpar fólki, gera mitt í að breyta heiminum með því að hjálpa fólki að þekkja sjálft sig. Og þótt það hjálpi jafnvel bara einni manneskju, þá er það þess virði,“ segir Ágústa Ýr Sveinsdóttir.

https://www.dv.is/tag/helgarvidtal/