Embla Dögg útnefnd íbúi ársins
20.08.2025
Fréttir

Embla Dögg Bachmann, mynd, Sara Dögg
Embla Dögg Bachmann var kosin íbúi ársins á nýliðnum Reykhóladögum. Hún var í annað sinn framkvæmdastjóri Reykhóladaga núna og er óhætt að segja að henni hefur farist það framúrskarandi vel úr hendi. Hún er drífandi, lausnamiðuð og með létta lund, það virkar vel til að hrífa fólk með til góðra verka.
Aðalstarf Emblu er verkefnisstjórn Fjársjóðs fjalla og fjarða og þar nýtast þessir eiginleikar hennar afar vel.