Embla Dögg sér um Reykhóladaga í sumar
28.05.2024
Fréttir
Embla Dögg Bachmann
Reykhóladagar verða haldnir helgina 15.-18. ágúst 2024.
Að þessu sinni verður það Embla Dögg Bachmann sem sér um utanumhald og framkvæmd á hátíðinni.
Embla er full af hugmyndum og mjög spennt fyrir þessu verkefni en hana langar líka að heyra raddir íbúa. Því eru hugmyndaríkir íbúar hvattir til að hafa samband við hana á email: reykholadagar@gmail.com , í síma 772 9499 eða að senda henni skilaboð á messenger.
Embla stefnir á að birta drög að dagskrá upp úr miðjum júlí. Sum atriði þarfnast nokkurs undirbúnings, það er ástæða þess að svo tímanlega er byrjað að kynna hátíðina.
Lofað er góðri skemmtun fyrir allan aldur.