Fara í efni

Breyting á söfnun lífræns úrgangs

24.01.2024
Fréttir

Hér er kynnt breyting á söfnun lífræns úrgangs. Notkun bréfpoka verður tekin tekin upp.

Íslenska Gámafélagið sem þjónustuaðili Reykhólahrepps hefur tilkynnt um breytt verklag vegna flokkunar á lífrænum matarleifum. Notaðir verða bréfpokar í stað niðurbrjótanlegra maíspoka.

Reykhólahreppur mun því útvega öllum íbúum körfur eins og á myndinni og 80 stk af bréfpokum fyrir matarleifar til að byrja með. Eftir það verður að kaupa pokana og munu þeir fást í öllum helstu verslunum og vefverslunum t.d. Íslenska gámafélagsins https://gamafelagid.is/vefverslun/.

Karfan er sérstaklega hönnuð til að tryggja loftun um pokann sem vinnur gegn því að pokinn fari að leka eða rifna.

Allar lífrænar matarleifar frá Reykhólahreppi enda í Gaju, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Stöðin hefur verið að lenda í vandræðum vegna umhverfisvænu maíspokana, þeir brotna misjafnlega vel niður og eiga það til að flækjast í vélbúnaði stöðvarinnar og koma fram sem plast í moltunni.

Gaja hættir því móttöku á matarleifum í slíkum pokum á næstunni.