Breyting á skipan í nefndir vegna sveitarstjóraskipta
12.09.2025
Fréttir

Ólafur Þór Ólafsson og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.
Á fundi sveitarstjórnar þann 10. sept. sl. var einróma samþykkt að Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, taki sæti fyrrum sveitarstjóra, Ingbjargar Birnu Erlingsdóttur, í eftirfarandi nefndum og stjórnum:
- Stjórn Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda, aðalmaður.
- Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, aðalmaður.
- Stjórn Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, aðalmaður.
- Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða, aðalmaður.
- Þörungarmiðstöð Íslands, aðalmaður.