Fara í efni

Bókakynning í Reykhólabúðinni 10. nóv.

07.11.2023
Fréttir

Föstudaginn 10. nóv. kl. 20:00 verður bókakynning í Reykhólabúðinni. Bækurnar sem kynntar verða eru Forystufé og fólkið í landinu og ljóðabókin Kurteisissonnettan.
Kvenfélagið Katla mun selja léttar kaffiveitingar á staðnum.


Hér eru helstu upplýsingar um þá sem eru að koma að kynna bækurnar sínar:Daníel Hansen ritar ásamt Guðjóni R. Jónassyni, Forystufé og fólkið í landinu. Þar eru viðtöl við marga eigendur forystufjár og ýmislegt fleira. Meðal annars er fjallað um forystufjárræktunina á Gróustöðum.Daníel er Patreksfirðingur og rekur Fræðasetur um forystufé. Þess má geta að hann ritstýrir Árbók Barðastrandarsýslu.

Gunnar J. Straumland gefur út ljóðabókina Kurteisissonnettan. Þetta er hans önnur ljóðabók, sú fyrri fékk góðar dóma.Gunnar er ættaður úr Skáleyjum og starfar sem kennari. Hann á því rætur í héraðinu.

Sýnishorn úr bókinni:Arfur

Mér var kennt við móðurhné

að muna ef ég léti í té

aumum hjálp til handa

að geyma það sem gullin vé

í gleði og engum segja, né

miklast í mínum anda