Fara í efni

Bæjarstjórn Vesturbyggðar í heimsókn á Reykhólum

18.10.2025
Fréttir
Sveitarstjórn Reykhólahrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar saman ásamt starfsfólki í Búðinni á Reykhólum.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar saman ásamt starfsfólki í Búðinni á Reykhólum.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar brá sér af bæ föstudaginn 17. október s.l. og renndi yfir til Reykhóla til að hitta kollega sína hjá Reykhólahreppi.

Sveitarstjórnirnar tvær funduðu í húsnæði Hlunnindasýningarinnar þar sem Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, kynnti starfsemi sveitarfélagsins. Þá fór Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri, yfir þær framkvæmdir sem hafa verið í gangi hjá sveitarfélaginu og Embla Dögg Bachmann, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu, kynnti verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða.

Eftir vettvangsferð sem tók við af fundarhöldunum enduðu sveitarstjórnirnar daginn á því að borða saman silkimjúka lambasteik í Búðinni á Reykhólum. Sannarlega góð heimsókn frá góðum nágrönnum.