Tenglar

21.05.2022

Síðasti fundurinn

Ingibjörg, Jóhanna, Ingimar, Karl, Árný og Embla.
Ingibjörg, Jóhanna, Ingimar, Karl, Árný og Embla.

Þann 12. maí var síðasti reglulegi fundur fráfarandi sveitarstjórnar. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin og er hún dæmigerð fyrir fundahöld síðari helming kjörtímabilsins, en þá urðu fjarfundir algengt fundarform.

 

Í fundargerð má sjá að nokkur stór mál á okkar mælikvarða voru afgreidd, t.d. verksamningur um endurbætur á Reykhólahöfn, yfirtaka Bríetar leigufélags á íbúðum við Hólatröð, samráðsáætlum um frágang vegna Vestfjarðavegar, brunavarnaráætlun og fleira má telja.

 

Að sitja í sveitarstjórn í litlu samfélagi eins og Reykhólahreppi er oft og tíðum ekki auðvelt, því ákvarðanir sem þarf að taka snerta stundum vini og fjölskyldu sveitarstjórnarfólks. Fráfarandi sveitarstjórn hefur staðið sig með sóma og unnið að krefjandi verkefnum af heilindum.

 

Á myndinni eru f.v. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Karl Kristjánsson á teams, Árný Huld Haraldsdóttir oddviti og Embla Dögg B. Jóhannsdóttir.

 

 

20.05.2022

Lausaganga katta

Minnt hefur verið á að kattaeigendur eiga að passa kettina sérstaklega á varptíma fugla.  Þessu til áréttingar hefur Magnús Ólafs Hansson skrifað grein sem er birt hér undir sjónarmi...... Lesa nánar
Við Reykhólaskóla eru lausar eftirtaldar stöður; skólastjóra, tónlistarkennara og leikskólakennara.   Auglýsingar með starfslýsingum eru undir Laus störf.   Æskilegt er að leiksk...... Lesa nánar
Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar eru lagðar tíu spurningar fyrir fólk sem stundar alls konar íþróttir, á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunna...... Lesa nánar
Í Reykhólahreppi var persónukosning, engir framboðslistar voru lagðir fram. Atkvæði voru nokkuð dreifð og því var talning seinlegri og flóknari en oft áður, en henni lauk um miðnætti. ...... Lesa nánar
Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi var opnaður í dag. Afar fjölbreytt úrval af lopapeysum og öðrum prjónavörum, skrautmunir, nytjahlutir, ýmis áhöld, sápur og margt fleira. Ein...... Lesa nánar
Ungmennaþing var haldið fimmtudaginn 12. maí, 2022. Unnið var í stöðvum um framtíðarsýn ungmenna á Reykhólahreppi. Ungmenni vilja:  Þjónusta:  Vantar veitingastað. Afþreyi...... Lesa nánar
Elsku íbúar Reykhólahrepps! Ég hendi þessu hérna inn á síðustu stundu, kosningar á morgun. En eftir miklar ofhugsanir og pælingar þá hef ég ákveðið að ég vil gefa kost á því að...... Lesa nánar

Eldri fréttir Skoða allar fréttir

Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31