Tenglar

Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar eru lagðar tíu spurningar fyrir fólk sem stundar alls konar íþróttir, á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er hestamanneskjan og gönguskíðastúlkan Þórgunnur Ríta frá Reykhólum.

 

Nafn: Þórgunnur Ríta Gústafsdóttir.

 

Fjölskylduhagir?  Foreldar mínir eru Gústaf Jökull Ólafsson og Herdís Erna Matthíasdóttir. Systkini mín eru Olga Þórunn, Matthías Óli og Sandra Rún.

 

Hver eru þín helstu áhugamál?  Fara á skíði, í fótbolta og á hestbak.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir?  Vakna, fara í skólann, fara á æfingar og vera með vinunum.

 

Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar?  Mínir helstu kostir eru að ég er lífsglöð og skemmtileg og minn helsti galli hvað ég er óheppin.

 

Hversu oft æfir þú í viku?  Á veturna fimm sinnum og sumrin tvisvar til þrisvar.

 

Hver er þín fyrirmynd í íþróttum?  Snorri Einarsson besti gönguskíða maður okkar íslendinga.

 

Af hverju valdir þú hestamennsku og gönguskíði?  Prófaði að fara á skíði sjö ára með Bergrósu vinkonu minni og fannst æðislegt. Sjöfn kom og var með hestanámskeið og ég ákvað að fara og fannst gaman.

 

Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir?  Biggi vinur minn er algjör grínisti.

 

Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt?  Skemmtilegast örugglega að renna í stóru brekkunni og hossubrautinni. Leiðinlegast að það er ekki hægt að æfa hana á sumrin og að maður meiðir sig mikið þegar maður dettur. Með hestana að það er vont að detta en gaman að fara í reiðtúr.

 

 

Í Reykhólahreppi var persónukosning, engir framboðslistar voru lagðir fram. Atkvæði voru nokkuð dreifð og því var talning seinlegri og flóknari en oft áður, en henni lauk um miðnætti. ...... Lesa nánar
Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi var opnaður í dag. Afar fjölbreytt úrval af lopapeysum og öðrum prjónavörum, skrautmunir, nytjahlutir, ýmis áhöld, sápur og margt fleira. Ein...... Lesa nánar
Ungmennaþing var haldið fimmtudaginn 12. maí, 2022. Unnið var í stöðvum um framtíðarsýn ungmenna á Reykhólahreppi. Ungmenni vilja:  Þjónusta:  Vantar veitingastað. Afþreyi...... Lesa nánar
Elsku íbúar Reykhólahrepps! Ég hendi þessu hérna inn á síðustu stundu, kosningar á morgun. En eftir miklar ofhugsanir og pælingar þá hef ég ákveðið að ég vil gefa kost á því að...... Lesa nánar
Kosningar til sveitarstjórnar fara fram laugardaginn 14. maí 2022.  Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara.   Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a.   Kjörfun...... Lesa nánar
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir ráðgjafa í 40% framtíðarstarf frá 1. Júní 2022.  Næsti yfirmaður er félagsmálastjóri.   Meginverkefni: Að vinna að stof...... Lesa nánar
12.05.2022

Réttað í maí

Í gær voru þangsláttumenn, þeir Jóhannes Haraldsson og Björgvin Matthías Hallgrímsson, að dóla um veginn í Kollafirðinum og ergja sig á norðaustanáttinni sem gerir þeim ómögulegt a...... Lesa nánar

Eldri fréttir Skoða allar fréttir

Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31