Tenglar

Kæru foreldrar 6-12 ára barna!

 

Nú eru sumarnámskeiðin að hefjast og verður boðið upp á fjölbreytt starf með ævintýraleiðöngrum, vettvangsferðum, fjöruferðum, fuglaskoðunarleiðöngrum, heimsóknum, hestamennsku, útiveru og íþróttum.

Samstarfsaðilar sveitarfélagsins í sumarnámskeiðum er ungmennafélagið Afturelding og verður fjölbreytt íþróttastarf samhliða. Þjálfari í fótbolta og frjálsum íþróttum er Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir.

Þær íþróttir sem verða í boði þetta sumarið eru:

• Frjálsar íþróttir

• Fótbolta æfingar

• Fimleikaæfingar

 

Ásamt íþróttaæfingum verðum við með vináttu og leiðtogaþjálfun auk vettvangsferða sem áður eru nefndar.

Námskeiðin verða á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 7. - 23. júní og svo aftur þriðjudags til fimmtudags 16.-18. ágúst.

 

• Móttaka barna verður frá 9:00-9:30

• Dagskrá hefst 9:30

• Hádegismatur 11:45


 Dagskrá lýkur kl. 15:00


Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.


Boðið verður upp á akstur fyrir börnin í sveitunum bæði í sumarnámskeiðin og aðra þjónustu sveitarfélagsins fyrir börn, auk þess sem vinnuskólinn verður sniðinn að akstrinum.


Verð á námskeiðið með íþróttaæfingum, er 1.500 krónur dagurinn en 17.000 ef skráð er á allt tímabilið. Við minnum á tómstundastyrk sveitarfélagsins.


Hægt verður að kaupa mat fyrir börnin hjá mötuneyti Reykhólahrepps skv. verðskrá.

Börn utan sveitarfélags eru líka velkomin á sumarnámskeið Reykhólahrepps, en hafa þarf í huga að börn sem þurfa aukinn stuðning inn í skólastarf þurfa líka aukinn stuðning í sumarstarf. Útfærslur yrðu unnar í samvinnu við foreldra/forráðamenn og lögheimilissveitarfélag. 


Skráning á námskeiðin, í akstur og í mötuneyti er hjá Jóhönnu í netfangi johanna@reykholar.is en einnig má hafa samband á Facebook eða í síma 6982559.

                                                              Jóhanna, Sjöfn og Dísa

 

21.05.2022

Síðasti fundurinn

Þann 12. maí var síðasti reglulegi fundur fráfarandi sveitarstjórnar. Við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin og er hún dæmigerð fyrir fundahöld síðari helming kjörtímabilsins...... Lesa nánar
20.05.2022

Lausaganga katta

Minnt hefur verið á að kattaeigendur eiga að passa kettina sérstaklega á varptíma fugla.  Þessu til áréttingar hefur Magnús Ólafs Hansson skrifað grein sem er birt hér undir sjónarmi...... Lesa nánar
Við Reykhólaskóla eru lausar eftirtaldar stöður; skólastjóra, tónlistarkennara og leikskólakennara.   Auglýsingar með starfslýsingum eru undir Laus störf.   Æskilegt er að leiksk...... Lesa nánar
Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar eru lagðar tíu spurningar fyrir fólk sem stundar alls konar íþróttir, á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunna...... Lesa nánar
Í Reykhólahreppi var persónukosning, engir framboðslistar voru lagðir fram. Atkvæði voru nokkuð dreifð og því var talning seinlegri og flóknari en oft áður, en henni lauk um miðnætti. ...... Lesa nánar
Handverksmarkaður Össu í Króksfjarðarnesi var opnaður í dag. Afar fjölbreytt úrval af lopapeysum og öðrum prjónavörum, skrautmunir, nytjahlutir, ýmis áhöld, sápur og margt fleira. Ein...... Lesa nánar
Ungmennaþing var haldið fimmtudaginn 12. maí, 2022. Unnið var í stöðvum um framtíðarsýn ungmenna á Reykhólahreppi. Ungmenni vilja:  Þjónusta:  Vantar veitingastað. Afþreyi...... Lesa nánar

Eldri fréttir Skoða allar fréttir

Atburðadagatal

« Ma 2022 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31