Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Þriðjudaginn 14. ágúst 2024 16:30
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mættar:
Hrefna Jónsdóttir, (HJ)
Bettina Seifert (BS)
Fundargerðin er rituð á tölvu og er 1 síða.
Hrefna bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá og
kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við
fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu
1. Umhverfismatsskýrsla
Lögð er fram tillaga að umsögn Reykhólahrepps um umhverfismatsskýrslu skv. 1. mgr. 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana 111/2021.
Umhverfis og nátturuverndarnefnd telur mikilvægt að setja slíkri framkvæmd skýrar skorður og tekur undir þær athugasemdir sem settar hafa verið fram. Mikilvægt er að umhverfi og náttúra fái að njóta vafans í slíkum málum. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd samþykkir tillögu að umsögn og leggur til við sveitastjórn að samþykkja umsögnina. Samþykkt samhljóða.
2. Skógrækt
Umhverfis og náttúruverndarnefnd telur farsællast að fá sérfræðing til þess að hanna svæðið með tilliti til skógræktar. Að auki ætti að ræða við stofnanir og skógræktarfélagið í þeirri vinnu. Þá verði skógrækt nýtt til þess að auka skjól í þorpinu en gætt að því að nota ekki ágengar tegundir. Mikilvægt er að trjárækt í þéttbýli sé skipulögð og unnin faglega. Umhverfis og náttúruverndarnefnd leggur því til við sveitastjórn að hefja þessa hönnunarvinnu. Samþykkt samhljóða
Mál til kynningar
Kynnt og rætt
3. Svæðisáætlun um sorp á vestfjörðum
Staðan á verkefninu kynnt
Önnur mál (ef einhver): Löglega upp borin
Fundi slitið kl. 17:53