Fara í efni

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

4. fundur 04. júní 2025 kl. 16:00 - 18:30 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Hrefna Jónsdóttir (HJ)
  • Vilberg Þráinsson (VÞ)
  • Kjartan Þór Ragnarsson (KÞR)

Fundargerð

Fundur í umhverfis- og náttúruverndarnefnd

Miðvikudaginn 4. júní 2025

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Mætt:

Hrefna Jónsdóttir, (HJ)

Vilberg Þráinsson (VÞ)

Kjartan Þór Ragnarsson (KÞR)

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 2 síður.

 

Hrefna bauð fólk velkomið, spurði eftir öðrum málum á dagskrá og

kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við

fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu

1.   Forgangsröðun verkefna í C10

Nefndin fór yfir mögulegar aðgerðir og forgangsraðaði þeim. Þrjár aðgerðir fóru í fyrsta forgang og leggur nefndin til við sveitastjórn að farið verði sem fyrst í þær aðgerðir.

Þær aðgerðir eru:

Verja betur vatnsbólin

Skipta um vatnstanka

Rannsóknir um aðgengi að vatni

Formanni falið að leggja forgangsröðun fyrir sveitastjórn á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

 

2.   Fræðsluhlutverk náttúruverndarnefnda

Leiðir til að efla umhverfisvitund íbúa ræddar. Tekin ákvörðun um að taka þátt í stóra plokk deginum næsta apríl. Lögð verður áherslu á strandlengjuna og almenningssvæði. Pylsupartý og gleðskapur að verki loknu.
Einnig er lagt til að halda upp á bíllausa viku í samfloti við göngum í skólann.

Einu sinni á ári sé í boði fræðsla um umhverfis- og náttúruvernd.

Samþykkt samhljóða

3.   Nytjagámur

Nauðsynlegt er að stuðla að minni neyslu. Skoðað hefur verið ítarlega hvort nytjagámur sé möguleg lausn. Eins og sorpsvæðið er skipulagt er ekki hægt að útbúa slíkan gám þannig að gott sé. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd áætlar að kanna betur hvernig þessu er háttað í öðrum sveitarfélögum af sömu stærð.

Samþykkt samhljóða

4.   Skógrækt í þéttbýli

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd ítrekar nauðsyn þess að farið verði í hönnun og skipulagningu á trjárækt á Reykhólum.

Samþykkt samhljóða

5.   Hvatakerfi

Á Reykhóladögum verða veitt hvatningarverðlaun í eftirtöldum flokkum:

Snyrtilegur garður

Snyrtilegur bóndabær

Uppgræðsla lands

Umhverfisriddari Reykhólahrepps, viðurkenning fyrir þann sem hefur lagt mikla vinnu við verndun náttúrunnar.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd mun óska eftir tilnefningum frá íbúum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

Mál til kynningar

6.   Úrgangsráð - Fundargerðir

Helstu mál kynnt

7.   Samráðsfundir um umhverfismál á Vestfjörðum

Helstu mál kynnt

Önnur mál (ef einhver): Löglega upp borin

8.   Erindi frá Hjörleifi Finnssyni

Hjörleifur óskar eftir að fá fund með umhverfis- og náttúruverndarnefnd til að ræða verkefni til endurheimtar vistkerfa.

Nefndin tekur vel í það og mun boða fund í ágúst.

 

Fundi slitið kl. 18:30