Fara í efni

Sveitarstjórn

479. fundur 12. maí 2022 kl. 15:00 - 16:30 Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Ingimar Ingimarsson varaoddviti (II)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir aðalamaður (JÖE)
  • Karl Kristjánsson aðalmaður (KK)
  • Embla Dögg B. Jóhannsdóttir aðalmaður (EDBJ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð á tölvu og er fimm síður.

Oddviti bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá, þrjú mál bárust og var
samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál.
Oddviti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar
við fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 478. Fundur sveitarstjórnar 25. apríl 2022.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 9. maí 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1.2111007 – Endurnýjun Reykhólahafnar, tilboð í niðurrrekstur stálþils.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að ganga til samninga við lægstbjóðanda
Borgarverk ehf. vegna endurnýjunar Reykhólahafnar. Tilboðsupphæð Borgarverks ehf.
er kr. 178.029.500 kr. Samþykkt samhljóða.

2.2 2205003 – Umsagnarbeiðni vegna deiliskipulags fyrir Ólafsdal.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við deiliskipulag fyrir Ólafsdal, samþykkt samhljóða.

2.3 2205005 – Byggingaráform Reykjabraut 6.

Bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.

2.4 2205007 – Ósk um lóð undir dæluhús.

Bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.

3. Mennta og menningarmálanefnd 9. maí 2022.

3.1 Uppsögn skólastjóra Reykhólaskóla.

Sveitarstjórn þakkar Önnu Björgu Ingadóttur störf hennar í þágu Reykhólaskóla og felur
sveitarstjóra að auglýsa starf skólastjóra Reykhólaskóla. Samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1. 2205008 - Jafnréttisáætlun Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Reykhólahrepps og
Strandabyggða 2022 – 2026.
Lögð er fram jafnréttisáætlun fyrir Reykhólahrepp og Strandir.

Sveitarstjórn samþykkir jafnréttisáætlun Árneshrepps, Kaldrananeshrepps,
Reykhólahrepps og Strandabyggðar 2022 – 2026. Samþykkt samhljóða.

2. 2006039 - Jafnlaunastefna Reykhólahrepps.

Lögð er fram jafnlaunastefna fyrir sveitarfélagið i tengslum við jafnlaunavottun.
Sveitarstjórn samþykkir jafnlaunastefnu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

3. 2011011 - Yfirtaka Bríetar á Hólatröð 1 og 3.
Lagt er fram að nýju vinnuskjal vegna eigna Reykhólahrepps þar sem fram kemur
yfirtökuverð og hlutdeild sveitarfélagsins í Bríeti að yfirtöku lokinni.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir yfirtöku Bríetar á Hólatröð 1 og 3 samkvæmt
framlögðum gögnum. Samþykkt samhljóða.

4. 2111007 - Endurnýjun Reykhólahafnar, verksamningur.
Lagður er fram verksamningur vegna á milli Reykhólahrepps og Borgarverks hef. vegna
endurbyggingar Reykhólahafnar 2022. Samningsupphæð skv. tilboði er kr. 178.029.500
með vsk.

Sveitarstjórn samþykkir verksamninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
Samþykkt samhljóða.

5. 2205009 - Fjórðungsþing Vestfirðinga 6. apríl 2022.
Fulltrúar Reykhólahrepps á Fjórðungsþing 6. apríl

Sveitarstjórn samþykkir formlega mætingu ÁHH, JÖE og EDBJ á þingið fyrir hönd
sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

6. 2112002 - Aðgengisfulltrúi Reykhólahrepps.
Lögð er fram tillaga að því að ráðgjafi við Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps
verði aðgengisfulltrúi fyrir sveitarfélagið.

Samþykkt samhljóða.

7. 1912010 - Vegagerð Vestfjarðarvegur 60, samráðsáætlun.
Lögð er fram samráðsáætlun Vegagerðarinnar vegna endurheimtar votlendis,
skóglendis, leira, frágangs náma og fornleifa.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fram lagða samráðsáætlun. Samþykkt
samhljóða.

8. 2205010 - Foreldrajafnrétti, styrkbeiðni.
Erindi frá Foreldrajafnrétti dagsett 25. apríl 2022.

Sveitarstjórn hafnar styrkbeiðni, að svo stöddu. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

1. 2205011 - Breiðafjarðarnefnd 201. fundur og gróðurfarsskýrsla.
Fundargerð og skýrsla lögð fram.

2. 2203006 - Fundargerð stjórnar BsVest 9. maí 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

3. 2202001 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélag 909. fundur.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Önnur mál 

1. 2101003 - Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Dala, Reykhóla og Stranda 2022 – 2026.
Lögð er fram brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Dala, Reykhóla og
Stranda sem er gerð skv. ákvæðum í lögum um brunavarnir nr. 75/2000. Áætlunin var
unnin af slökkviliðsstjóra og hefur verið yfirfarin af Mannvirkjastofnun.

Sveitarstjórn samþykkir brunavarnaráætlunina og þakkar slökkviliðsstjóra vel unna
áætlun. Samþykkt samhljóða.

2. 2205012 - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, ákvörðun um styrkveitingu.
Lögð er fram ákvörðun Ferðamálastofu um að styrkja verkefnið „Fullhönnun Kúalaugar
og útboðsgögn“ um kr. 2.560.000.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samning um styrkveitinguna. Samþykkt
samhljóða.

3. 2205014 – Breyting á samþykkt um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum
Reykhólahrepps.
ÁHH lagði fram tillögu að breytingu á samþykkt um kjör fulltrúa Reykhólahrepps í
stjórnum, ráðum og nefndum.
4. gr. Grunnlaun sveitarstjórnarfulltrúa breytist svona;
Sveitarstjórnarfulltrúar þiggja föst laun fyrir störf sín fyrir sveitarfélagið sem nemur 5% af
(þingfararkaupi, eins og það er hverju sinni. Þessar greiðslur ná til vinnu vegna
sveitarstjórnarmála almennt. Oddviti fær laun sem nemur 10% af þingfararkaupi.
Verði:
Sveitarstjórnarfulltrúar þiggja föst laun fyrir störf sín fyrir sveitarfélagið sem nemur 6% af
þingfararkaupi, eins og það er hverju sinni. Þessar greiðslur ná til vinnu vegna
sveitarstjórnarmála almennt. Oddviti fær laun sem nemur 12% af þingfararkaupi.
5. gr. Fundarseta breytist svona;
Fulltrúar í sveitarstjórn fá ekki greitt sérstaklega fyrir hvern setinn fund í sveitarstjórn.
Varamenn sem taka sæti aðalmanns í sveitarstjórn fá greitt sem nemur 1% af
þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.
Verði:
Fulltrúar í sveitarstjórn fá ekki greitt sérstaklega fyrir hvern setinn fund í sveitarstjórn.
Varamenn sem taka sæti aðalmanns í sveitarstjórn fá greitt sem nemur 3% af
þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.


Tillögunni vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Samþykkt samhljóða.


Fundi slitið kl. 16:30
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.