Fara í efni

Sveitarstjórn

511. fundur 14. ágúst 2024 kl. 16:00 - 18:30 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti
  • Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir
  • Árný Huld Haraldsdóttir
  • Rebekka Eiríksdóttir
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Kjartan Þór Ragnarsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

510. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 14. ágúst 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti
Margrét Dögg Sveinbjörnsdóttir
Árný Huld Haraldsdóttir
Rebekka Eiríksdóttir í forföllum Vilbergs Þráinssonar
Einnig sat Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og ritaði fundargerð og Kjartan Þór Ragnarsson verkefnisstjóri undir lið 2.2 og 1. máli til afgreiðslu.

Oddviti bauð öll velkomin á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn. Engar athugasemdir bárust. Þá var spurt eftir öðrum málum á fundinn, eitt mál barst og var tekið fyrir undir önnur mál og ein fundargerð sem var tekin fyrir undir liðnum fundargerðir.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   og 509. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 19. og 25. júní 2024
Farið yfir fundargerðirnar og þær samþykktar samhljóða.

2.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 12. ágúst 2024.

   2.1. 2406016 - Umhverfismatsskýrsla vegna vindorku á Garpdalsfjalli, umsögn

ÁHH vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir umsögnina og gerir hana að sinni. Sveitarstjóra falið að koma umsögninni í skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar.

Samþykkt Samhljóða.

 

   2.2. 2406020 - Aðalskipulag 2022 – 2034, breyting Króksfjarðarnes, skipulagslýsing.

Lögð fram til afgreiðslu lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 á Króksfjarðanesi og Geiradal, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið aðalskipulagsbreytingar er að staðsetja og marka stefnu um íbúðabyggð og atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem ferðaþjónustu og iðnað, sem nýti innviði og auðlindir á svæðinu.

Sveitarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna, með áorðnum breytingum, til kynningar, sbr. 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsinguna og senda til umsagnar.

   2.3. 2408003 - Umsögn um aðalskipulag Strandabyggðar 2021 – 2023, á vinnslustigi.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

3.   Fundur í mennta- og menningarmálanefnd 12. ágúst 2024.

   3.1. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Ásgarður skóli í skýjunum.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknirnar samhljóða.

   3.2. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Reykhólaskóli.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða.

 

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

4.   Fundur í dreifbýlisnefnd 13. ágúst 2024.

   4.1. Fjallskilaseðill 2024.

Sveitarstjórn samþykkir fjallskilaseðil 2024.

Samþykkt samhljóða.

5.   Umhverfis og náttúruverndarnefnd 14. Ágúst 2024.

   5.1. Umhverfismatsskýrsla

ÁHH vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn vísar í bókun 2.1.

   5.2. Skógrækt

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar að undirbúa næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina að öðru leiti.

6.   3., 4., og 5. fundur Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Mál til afgreiðslu

1.   2406025 - Íbúafundur í Flatey 8. ágúst 2024.

Lögð fram samantekt verkefnastjóra um málefni og áherslur íbúa af íbúafundi.

Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir Flateyinga. Verkefnastjóra hringrásarsamfélagsins falið að vinna að aðgerðaráætlun.

Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir Flateyinga varðandi smábátahöfn og felur sveitarstjóra að koma umsókn til Vegagerðarinnar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Samþykkt samhljóða.

2.   2408006 - Gjaldfrjálsar máltíðir í skólum Reykhólahrepps.

Lagt fram minnisblað dagsett 4. júlí 2024 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarstjóra falið að uppfæra gjaldskrár í samræmi við erindi sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir að gjaldfrjálsar máltíðir nái einnig yfir nemendur leikskóladeildar Reykhólaskóla. MDS og HJ véku af fundi undir þessari afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

3.   2408007- Þátttaka sveitarfélaganna á Vestfjörðum í Earth Check.

Sveitarstjórn telur að Earth Check hafi nýst sveitarfélaginu vel í gegnum tíðina. Hins vegar telur sveitarstjórn ekki forsvaranlegt að halda áfram í Earth Check með sama fyrirkomulagi og verið hefur og er opið fyrir þeim möguleikum að nota önnur umhverfisstjórnunarkerfi. Sveitarstjórn samþykkir erindið frá framkvæmdarráði Earth Check.

Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

4.   1801010 - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar, útgefin skýrsla júní 2024.

Skýrsla lögð fram á fundi.

5.   2402007 - 949. og 950. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál:

6.   2408008 - Fundarboð á Fjórðungsþing

Lagt fram fundarboð á fjórðungsþing Vestfirðinga sem verður haldið 18.-19. október á Laugarhóli í Bjarnafirði.

ÁHH, HJ, JÖE, MDS, VÞ munu mæta á fjórðungsþing fyrir hönd sveitarfélagsins ásamt sveitarstjóra. Verkefnastjórum og varamönnum boðið að taka þátt.

Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 18:30.

Fundargerð undirrituð rafrænt.