Fara í efni

Sveitarstjórn

478. fundur 25. apríl 2022 kl. 15:00 - 17:15 Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Ingimar Ingimarsson varaoddviti (II)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir aðalamaður (JÖE)
  • Karl Kristjánsson aðalmaður (KK)
  • Embla Dögg B. Jóhannsdóttir aðalmaður (EDBJ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð á tölvu og er sex síður.

Oddviti bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá, samþykkt var að taka
fundargerð stjórnar FSR og styrk úr byggðaáætlun undir liðnum önnur mál. Samþykkt
samhljóða. Oddviti kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar
við fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 477. Fundur sveitarstjórnar 10. mars 2022.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 7. apríl 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1.2004013 – Endurskoðun aðalskipulags Reykhólahrepps

Vegna ákvörðunar innviðaráðherra varðandi breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps
varðandi vindorku í Garpsdal, sem tekið er fyrir undir lið 6 á dagskránni, frestar
sveitarstjórn að auglýsa endurskoðað aðalskipulag Reykhólahrepps til næsta fundar.
Skipulagstillaga varðandi vindorku í Garpsdal verði felld inn í endurskoðunina.
Samþykkt samhljóða.

2.2 2204002 – Gjaldskrá Reykhólahafnar vegna vigtunar.

Sveitarstjórn samþykkir að bæta lið við gjaldskrá Reykhólahafnar. Samþykkt samhljóða.

2.3 2204003 – Hönnun gatna og fráveitu Hellisbraut nýji hlutinn.
Sveitarstjóri fór yfir verðkönnun vegna hönnunar gatna og fráveitur fyrir nýja hluta
Hellisbrautar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar.

Fundargerðin samþykkt í heild sinni.

3. Mennta og menningarmálanefnd 5. apríl 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

3.1 Beiðni um fjárveitingu vegna þjónustu talmeinafræðinga í leik- og grunnskóladeild.

Sveitarstjórn samþykkir kr. 400 þús. í þjónustu talmeinafræðinga, fjármögnun vísað í
gerð viðauka vegna ársins 2022. Samþykkt samhljóða.

Undir liðinn er lögð fram umsókn frá Árborg um nám í Ásgarði utan lögheimilissveitarfélags.

Umsóknin samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt í heild sinni.

4. Nefnd um endurbætur á Grettislaug 19. apríl 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

4.1 Fjármögnun kynnisferðar.

Sveitarstjórn samþykkir kynnisferð nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest í heild sinni.

Mál til afgreiðslu

1. 2204011- Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022.
Lögð er fram kjörskrá, vegna breytinga á kosningalögum þarfnast hún ekki staðfestingar
sveitarstjórnar. Einnig er lagt fram erindi frá kjörstjórn Reykhólahrepps dagsett 6. apríl
2022 varðandi kjörfund.

Sveitarstjórn fór yfir kjörskrána. Sveitarstjórn samþykkir að kjörfundur vegna
sveitarstjórnakosninganna 14. maí 2022 verðir haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins kl.
10:00 – 18:00 Samþykkt samhljóða.

2. 2204016 - Samráðshópur um forsendugreiningu fyrir verndun Breiðafjarðar, ósk
um tilnefningu fulltrúa frá Reykhólahreppi.
Lagt er fram erindi frá stýrihópi um greiningu fyrir verndun Breiðafjarðar og tengsl við
byggðaþróun dagsett 14. apríl 2022.

Sveitarstjórn tilnefnir Ingibjörgu B. Erlingsdóttur sem fulltrúa Reykhólahrepps í
samráðshóp um verndun Breiðafjarðar. Samþykkt samhljóða.

3. 2204017 - Römpum upp Ísland, erindi og verklagsreglur.
Lagt er fram bréf frá Römpum upp Ísland sem barst 28. mars 2022 og verklagsreglur.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur byggingafulltrúa í samstarfi við sveitarfélögin í
kring að vinna að málinu. Samþykkt samhljóða.

4. 2204018 - Uppsetning minnisvarða á Reykhólum.
Lagt er fram erindi frá Kristjóni Sigurðssyni dagsett 19. apríl 2022 fyrir hönd nemenda við
Unglingaskólann á Reykhólum sem starfaði á árunum 1959 – 1962. Óskað er eftir
uppsetningu á minnisvarða um skólann og skólastjórann, stuðlasteinsberg með áletruðu
koparskilti.

Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu. Samþykkt
samhljóða.

5. 2204019 - Íslandsdeild Transparency, styrktarbeiðni.
Lagt er fram erindi frá stjórn Íslandsdeildar Transparency International dagsett 22. mars
2022, þar sem m.a. er óskað eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkir að veitar styrk að upphæð kr. 50.000 gegn fræðslufundi varðandi
málefnið. Samþykkt samhljóða.

6. 1903004 – Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps, vindorka í Garpsdal.
Lögð er fram ákvörðun innviðaráðherra á breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps
vegna vindorku í Garpsdal dagsett 5. apríl 2022, þar sem ráðherra synjar
Reykhólahreppi um staðfestingu á breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins varðandi
vindorkuver í Garpsdal.

Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu og ákvörðun ráðherra. Ljóst er að um
mikla hagsmuni er að ræða fyrir Reykhólahrepp og Vestfirði alla, enda er um að ræða
rúmlega 17 milljarða króna framkvæmd sem styður við raforkuöryggi og afhendingargetu
raforku á Vestfjörðum. Sveitarstjórn Reykhólahrepps skorar á Alþingi að taka þennan
virkjunarkost inn í þriðja áfanga rammaáætlunar. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

1. Viðauki 1 og 2 við fjárhagsáætlun Reykhólahrepps 2022.
Lagður er fram viðauki I og II vegna ársins 2022.
Viðauki I, 2.000.000,- vegna stjórnendamæliborð KPMG, 700.000,- vegna aukið
starfshlutfall hjá FSR, 400.000,- vegna talmeinafræðings í grunn- og leikskóladeild.
Styrkfé vegna atvinnumála færður niður um 3.000.000,-. Fjármögnun kr. 100.000 tekin af
eigin fé.
Viðauki II, Hlutafé í Þörungamiðstöð Íslands 3.000.000,-, hlutafé í Brák
sjálfseignarhúsnæðisfélagi 100.000,-, Zink á nýtt stálþil 1.500.000,-, viðgerð á íbúð v.
skammtímavistunar 2.000.000,-. Fjármögnun kr. 6.600.000,- tekin af eigin fé.

Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022 samþykkt samhljóða.

2. 2204012 – Breyting á lögum um barnavernd, innleiðing barnaverndarlaga.

2.1 Samvinna sveitarfélaga á Vestfjörðum um barnaverndarþjónustu.
Tillögur sviðsstjóra og félagsmálastjóra á Vestfjörðum lagðar fram til kynningar.

2.2 Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga til mennta- og barnamálaráðherra varðandi
gildistöku barnaverndarlaga.
Erindi lagt fram og kynnt.

2.3 Bókun af fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bókun lögð fram og kynnt.

3. 2204014 - Kynning á formi álits til innviðaráðuneytis.
Lagt fram til kynningar.

4. 2111012 - Innleiðing hringrásarhagkerfis.
Lögð fram til kynningar bókun af fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 25. mars 2022.

5. 2204011 - Endurskipulagning sýslumannsembætta.
Erindi frá dómsmálaráherra dagsett 21. mars 2022, lagt fram til kynningar.

6. 2204013 - Styrktarsjóður EBÍ 2022.
Erindi frá EBÍ dagsett 24. mars 2022 lagt fram til kynningar.

7. 2204015 - Arna -The westfjordsway challenge, afnotaleyfi Vegagerðarinnar.
Erindin frá Vegagerðinni dagsett 8. apríl 2022 lagt fram til kynningar.

8. Þörungamiðstöð Íslands, fundargerðir stjórnar 21. febrúar, 8. mars og 5. apríl
2022, fundarpunktar frá kynningarfundi 23.2.2022 og verkefnisáætlun.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

9. 2203006 - Fundargerð stjórnar BsVest 30. mars og 20. apríl 2022.
Fundargerðir stjórnar lagðar fram til kynningar.

10. 2202001 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélag 908. fundur.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Önnur mál 

1. Fundargerð stjórnar FSR 11. apríl 2022.
Fundargerðin lögð fram.

Sveitarstjórn staðfestir fjárauka kr. 700 þús. til FSR árið 2022 vegna aukins hlutfalls
starfsmanns við félagsþjónustu. Samþykkt samhljóða.

2. Grænir iðngarðar á Reykhólum.

Sveitarstjórn fagnar þeim stuðningi sem Reykhólahreppur fékk vegna grænna iðngarða í
gegnum aðgerð C1 í Byggðaáætlun, þar sem styrkt er aðkeypt ráðgjöf, viðburðir, fundir,
ráðstefnur og uppbygging þekkingarmiðstöðvar og Þörungamiðstöð Íslands verður
kjarninn.

Fundi slitið kl. 17:15
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti