Fara í efni

Sveitarstjórn

508. fundur 19. júní 2024 kl. 16:00 - 19:13 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE).
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

 508.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 19. júní 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH),

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE),    

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ),

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS),

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ),

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri (IBE).

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

Fundargerð er rituð á tölvu og er 6 blaðsíður.

 

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 5 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál og ein fundargerð sem samþykkt var að taka fyrir undir liðnum fundargerðir, þá var gengið til dagskrár.

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   507. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 8. maí 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

  3.  Liður: ÁHH, HJ og JÖE mættu á þingið fyrir hönd Reykhólahrepps.

2.   Mennta- og menningarmálanefnd 18. júní 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   2.1   Áframhaldandi skólaþróunarleyfi – Ásgarður skóli í skýjunum.

Sveitarstjórn samþykkir nýjan samning við Ásgarð skóla í skýjunum. Samþykkt samhljóða.

   2.2   Umsókn um nám utan lögheimilis í Ásgarði skóla í skýjunum, 2 umsóknir.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknir samhljóða.

   2.3   Skólaþjónusta Ásgarðs við Reykhólaskóla.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar um endurskoðun á samningi við Ásgarð og felur sveitarstjóra og ÁHH að hefja viðræður við Ásgarð. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

3.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 13. júní 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   3.1   2004017 – Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Kletts.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna til auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 1. Mgr. 41. Gr. laga 123/2010. Samþykkt samhljóða.

   3.2  2406002 - Umsókn um byggingalóð við Hellisbraut 66-68.

Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðar til Tekta ehf. Samþykkt samhljóða.

   3.3  2312008 - Mjólká deiliskipulag, stækkun virkjunar, umsagnarbeiðni.

Sveitastjórn samþykkir bókun nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

4.   Fundur í dreifbýlisnefnd 13. júní 2024.

Formaður fór yfir fundargerðina.

   4.1   Leitardagar haustið 2024.

Fjallskilanefnd leggur til að leitardagar í Reykhólahreppi séu eftirfarandi:

Svæði 1-7; Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, frá Bakkadal að

Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 21 september.

Svæði 8; frá Naðurdalsá að Hjallaá verði leitað 14. september.

Svæði 9; Reykjanes verði leitað 15. september.

Svæði 10; Frá Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal verði leitað 16. september

Svæði 11-14; frá Djúpadal að Skálanesi verði leitað 14. september.

Svæði 15-16; Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn verði leitað 7.

september.

Svæði 17; Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með 6.- 8.

september og eftir því sem veður leyfir.

Svæði 18; Múlasveit verði leituð 2 -5. september.

Seinni leit allra svæða verði helgina 27. - 29. September.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar og felur sveitarstjóra að auglýsa dagsetningarnar á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

5.   Stjórn Barmahlíðar 6. júní 2023.

Formaður fór yfir fundargerðina.

   5.1  Úthlutunarreglur íbúða í Barmahlíð, tillaga til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að breyta úthlutunarreglum í takt við samþykkta tillögu. Samþykkt samhljóða

Fundargerðin staðfest.

Mál til afgreiðslu

1.   2406004 – Kosning oddvita skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Reykhólahrepps nr. 685/2013 með síðari breytingum.

Tillögur eru um Árný Huld Haraldsdóttur og Jóhönnu Ösp Einarsdóttur í embætti oddvita sveitarfélagsins.

Fram fór leynileg kosning.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir er réttkjörinn oddviti Reykhólarhepps með 3 atkvæðum gegn 2.

Sveitarstjórn þakkar oddvita fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óskar nýjum oddvita til hamingju með kjörið.

Jóhanna Ösp Einarsdóttir tók við fundarstjórn.

2.   2406005 – Kosning varaoddvita skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Reykhólahrepps nr. 685/2013 með síðari breytingum.

Árný Huld Haraldsdóttir gefur ekki kost á sér.

Tillaga lögð fram um Hrefnu Jónsdóttur.

Hrefna Jónsdóttir réttkjörin varaoddviti Reykhólarhrepps með öllum greiddum atkvæðum.

3.   2406006 – Ársreikningur Reykhólarhepps 2023, fyrri umræða.

Málinu frestað.

4.   2204014 – Álit um stöðu Reykhólahrepps sem sveitarfélags með færri íbúa en 250, fyrirspurn ráðuneytis.

Lagt er fram erindi frá Innviðaráðuneytinu dagsett 31. maí 2024.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

Fram kom tillaga um að halda íbúaþing um málefni sveitarfélagsins fimmtudaginn 29. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða.

5.   2406007 - Sumarfrí nefnda, lokun skrifstofu og sumarfrí sveitarstjóra.

Lögð er fram tillaga sveitarstjóra um niðurfellingu reglulegra funda allra nefnda í júlí skv 8. gr. samþykktar um stjórn Reykhólarhepps 685/2013 með síðari breytingum. Einnig er lögð fram tillaga um sumarlokun skrifstofu frá og með 22. júlí til og með 2. ágúst. Sveitarstjóri óskar eftir því að taka sumarleyfi frá og með 1. júlí til og með 2. ágúst.

Sveitastjórn samþykkir tillögurnar og sumarfrí sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

6.   2406008 – Svæðisbundið farsældarráð.

Lagt er fram erindi Vestfjarðastofu þar sem óskað er samþykkis sveitarfélagsins til að gera samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið vegna fjármögnunar innleiðingu svæðisbundinna farsældaráða.

Sveitarstjórn samþykkir erindið. Samþykkt samhljóða.

7.   2406009 - Verklagsreglur vegna vinnu barna og ungmenna.

Lögð eru fram drög að verklagsreglum sem unnar eru í samræmi við gildandi reglugerð vegna vinnu barna og ungmenna ásamt athugasemdum minnisblaði dag. 15. maí 2024, og punktum frá hjúkrunarforstjóra.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kynna verklagsreglurnar fyrir yfirmönnum stofnanna ásamt því að beina því til yfirmanna að gera áhættumat fyrir störf barna og ungmenna. Sveitarstjórn telur mikilvægt að yfirmenn fari eftir gildandi reglugerð.

Samþykkt samhljóða.

8.   2406010 - Verklagsreglur vegna fjarvinnu. Fjarvinnustefna.

Lögð eru fram drög að fjarvinnustefnu fyrir Reykhólahrepp.

 

Sveitarstjórn samþykkir verklagsreglur um fjarvinnustefnu fyrir Reykhólahrepp og felur sveitarstjóra að kynna efni verklagsreglnanna.

Samþykkt samhljóða.

9.   2406011 - Sorpmál.

Lagt er fram erindi Ingibjörgu Kristjánsdóttur vegna grenndarstöðvar í Króksfjarðarnesi, þar sem hún vill kanna grundvöll fyrir því að gerður verði leigusamningur um það svæði sem sveitarfélagið nýtir fyrir grenndarstöðina á lóð sem tilheyrir henni.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir grenndarstöðvum þar sem boðið er upp á flokkun og ræða við landeigendur um hentugar staðsetningar. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að koma með tillögu um sanngjarna þóknun til landeigenda miðað við nýtt fyrirkomulag á ágúst fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

10.   2406011 - Landskjörsstjórn ársskýrsla 2023.

Skýrsla lögð fram til kynningar.

11.   2403003 - 462. og 463 fundur Hafnasamband Íslands.

Fundargerðir lagðar fram.

12.   2402007 - 240 – 948. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál (Ef einhver):

13.   2406012 - Nýting jarðhita og iðngarðar á Reykhólum.

Lögð er fram greining viðskiptatækifæra sem unnið var af Eflu fyrir verkefnið Grænir iðngarðar á Reykhólum.

Lagt fram til kynningar.

 

14.   2406013 - Styrkur til Báta- og hlunnindasýningarinnar.

Erindi frá stjórn Báta- og hlunnindasýningarinnar ehf. dagsett í júní 2024 er varðar hækkun á styrk til starfseminnar.

Sveitarstjórn samþykkir að hækka styrk til Báta- og hlunnindasýningarinnar til uppbyggingar og reksturs sýningar úr 500.000 kr. í 1.000.000. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir frekara samtali við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

15.   2406014 - Skólaakstur skólaárið 2024 – 2025.

Erindi frá Emblu Dögg B. Jóhannsdóttur dagsett 9. júní 2024 vegna flutnings hennar og barna í Króksfjarðarnes.

Erindi tekið fyrir. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara miðað við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

 

16.   2406015 - Vinna ungmenna.

Erindi frá Kolfinnu Ýr Ingólfsdóttur og Eiríki Kristjánssyni dagsett 18. júní 2024.

Sveitarstjóra falið svara bréfritara og taka mið af verklagsreglum vegna vinnu barna og ungmenna sem voru samþykktar í lið 7.

Samþykkt samhljóða

17.   2406016 - Umhverfismatsskýrsla vegna vindorkugarðs á Garpsdalsfjalli.

Nefndin vísar skýrslunni til umhverfis- og náttúruverndarnefndar og skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að undibúa kynningu á umhverfismatsskýrslunni til nefndanna.

Samþykkt samhljóða.

18.   2406017 - Vestfjarðarvegur 60.

Rætt um girðingar meðfram vestfjarðarvegi 60 og vegrið við Laxá.

JÖE og VÞ falið að undirbúa minnisblað til Vegagerðarinnar og leggja það fyrir sveitarstjórnarfund.

Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 19:13

 

Fundargerðin undirrituð með rafrænum hætti.