Fara í efni

Sveitarstjórn

477. fundur 10. mars 2022 kl. 15:00 - 16:05 Stjórnsýsluhúsi Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Ingimar Ingimarsson varaoddviti (II)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir aðalmaður (JÖE)
  • Karl Kristjánsson aðalmaður (KK)
  • Embla Dögg B. Jóhannsdóttir aðalmaður (EDBJ) boðaði forföll.
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð á tölvu og er þrjár síður.


Oddviti bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá, samþykkt var að taka
málefni flóttamanna frá Úkraínu undir liðnum önnur mál. Oddviti kannaði hvort
athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðið. Þá
var gengið til dagskrár.


Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 476. Fundur sveitarstjórnar 10. febrúar 2022
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 3. mars 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1.2201011 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir vinnubúðir í Djúpadal.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.2 2203001 – Aðalskipulag Ísfjarðarbæjar 2008 – 2020 breyting vegna vegar um
Dynjandisheiði.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar.

2.3 2203003 – Gjaldskrá fyrir byggingaleyfis- framkvæmda- skipulags- og þjónustugjöld
2022, breyting.

Sveitarstjórn samþykkir að gera breytingu á gjaldskránni eins og hún var lögð fram.
Samþykkt samhljóða.


Mál til afgreiðslu

1. 2203004 - Beiðni um tilnefningu í samstarfshóp vegna vinnu við stjórnunar- og
verndaráætlun fyrir friðlandið í Flatey.
Lagt er fram erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 28. febrúar 2022.

Sveitarstjórn tilnefnir Karl Kristjánsson í starfshóp vegna vinnu við stjórnunar- og
verndaráætlun fyrir friðlandið í Flatey. Samþykkt samhljóða.


2. 2111012 - Samtaka um hringrásarhagkerfið, tengiliðir við verkefnið.
Lagt er fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. febrúar 2022.

Sveitarstjórn tilnefnir sveitarstjóra sem tengilið sveitarfélagsins við verkefni Sambands
íslenskra sveitarfélaga „Samtaka um hringrásarkerfið“. Samþykkt samhljóða.

3. 2203005 - Frá Alþingi
3.1 Þingsályktum um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju, 46. mál.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna umsögn um málið. Samþykkt samhljóða.
3.2 Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða og lögum um
veiðigjald ( öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni), 350. mál.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna umsögn um málið. Samþykkt samhljóða.
3.3 Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga ( gjaldstofn fasteigaskatts), 78.
mál.
Sveitarstjórn veitir ekki umsögn um málið.
3.4 Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarheimilum. 51.mál
Sveitarstjórn veitir ekki umsögn um málið.


Mál til kynningar

1. 2203007 - Íbúaskrá Reykhólahrepps 1. desember 2021.
Íbúaskrá lögð fram og yfirfarin.

2. 2203006 - Fundargerð 199. fundur Breiðafjarðarnefndar.
Fundargerð lögð fram.

3. 2202001 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 907. fundur.
Fundargerð lögð fram.


Önnur mál 

1. 2203016 – Málefni flóttafólks.
Lagt er fram erindi frá félagsmálaráðuneyti dagsett 9. mars 2021 þar sem ráðuneytið
leitar til sveitarfélaga um þátttöku í verkefni um samræmda móttöku flóttafólks.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vill leggja sitt af mörkum og hvetur félagasamtök,
fyrirtæki og einstaklinga að bregðast við brýnni þörf.

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 16:05
Fundargerðin er samþykkt rafrænt.