Fara í efni

Sveitarstjórn

506. fundur 16. apríl 2024 kl. 16:00 - 18:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ).
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri (HG)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

506.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

þriðjudaginn 16. apríl 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH),

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE),    

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ),

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS),

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ).

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri (IBE)

Gestur á fundinum var Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri (HG)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, sex mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 15. febrúar 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 5. apríl 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

 

2.1.   2404001 - Hellisbraut 70-76 umsókn um lóð.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta lóðunum Hellisbraut 70-76 til Búðinga ehf. vegna byggingar raðhúss. Samþykkt samhljóða.

2.2.   2404002 - Úthlutun leiguíbúðar Skólabraut 1, neðri hæð.

Fyrir liggja fjórar umsóknir um íbúðarhúsnæði engin umsókn fellur að úthlutunarreglum.

 

Hrafnkeli Guðnasyni er úthlutuð íbúðin tímabundið frá 1. maí til 15. ágúst 2024 með möguleika á framlengingu. Samþykkt samhljóða.

 

2.3.   2404003 – Hellisbraut 66 – 68, bygging raðhúss, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir að hefja breytingu á deiliskipulagi á Hellisbraut vegna byggingar fjögurra íbúða raðhúss við Hellisbraut 66 og 68. Samþykkt samhljóða.

 

2.4.   2402013 – Reykhólahöfn, undirritaður samningur við Geirnaglann.

Lagður er fram undirritaður samningur við Geirnaglann ehf.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

 

3.   Fundur í framkvæmdaráði Velferðarþjónustu Vestfjarða.

Farið yfir fundargerðina og meðfylgjandi minnisblað um bakvaktir dagsett í febrúar 2024.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um sameiginlega bakvakt barnaverndar á Vestfjörðum skv. minnisblaði frá sviðs- og félagsmálastjórum á Vestfjörðum til aðilda-sveitarfélaga Velferðarþjónustu Vestfjarða.

Mál til afgreiðslu

1.   2306007 - Lagning ljósleiðara á Reykhólum.

HG fór yfir stöðu mála varðandi ljósleiðara í þéttbýlið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að haldinn verði íbúafundur fljótlega þar sem kynnt verði fyrirhugun sveitarfélagsins og kostnaðarþátttaka íbúa. Samþykkt samhljóða.

2.   2404005 – Húsnæðismál.

Farið var yfir stöðu húsnæðismála í sveitarfélaginu vegna skorts á starfsfólki.

Sveitarstjóra falið að kanna atriði sem rætt var um á fundinum.

3.   2404004 - Starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja, ráðningasamningur.

Lagður er fram ráðningasamningur við Kristófer H.R. Abbey í starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhjóða.

4.   2404009- Skýrslur verkefnastjóra.

4.1 Verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.

HG fór yfir stöðu á byggingu húsnæðis á Reykhólum og viðhald á fasteignum sveitarfélagsins.

Einnig fór hann yfir stöðuna á Endurvinnslusvæðinu á Suðurbraut, uppsetningu á girðingu og lokun svæðisins og virkjun gjaldskrár fyrir svæðið.

 

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málefni um endurvinnslusvæðið til umfjöllunar í umhverfisnefnd, auk þess sem nefndinni verði kynnt drög að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið að Suðurbraut vegna endurvinnslusvæðisins. Samþykkt samhljóða.

4.2 Verkefnastjóri hringrásarsamfélagsins.

Lögð er fram tillaga varðandi uppbyggingu frá verkefnastjóra KÞR varðandi uppbyggingu í Króksfjarðarnesi.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir að hefja skipulagða uppbyggingu ferðaþjónustu og atvinnu í Geiradalshreppi hinum forna í samstarfi við landeigendur, hagaðila og áhugasama fjárfesta. Áformin fela í sér uppbyggingu ferðaþjónustu- og upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, afþreyingu ferðamanna, fjölgun gistirýma og uppbyggingu verslunar og þjónustu.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna

Mál til kynningar

5.   2404008 - Fundargerð stjórnar Fjóðungssambands Vestfirðinga 27. mars 2024.

Fundargerðin lögð fram.

5.1 Skipulag haf- og strandsvæðis fyrir Breiðafjörð, viðhorf Reykhólahrepps.

Sveitarstjórn Reykhólarhepps er jákvæð fyrir því að unnið verði haf- og strandsvæðaskipulag um Breiðafjörð. Samþykkt samhljóða.

 

6.   2404007 - 220. og 221. fundur Breiðafjarðarnefndar.

Fundargerðirnar lagðar fram.

 

7.   2402007 - 945. og 946. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Önnur mál (Ef einhver):

8.   2404009 - Svæðisskipulag Vestfjarða 2025 - 2050, skipulags- og matslýsing.

Lögð er fram skipulags- og matslýsing vegna svæðisskipulags Vestfjarðar 2025 – 2050 unnin af VSÓ ráðgjöf og Úrbana fyrir svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða.

Sveitarstjórn samþykkir skipulags- og matslýsingu eins og hún er lögð fram. Samþykkt samhljóða.

9.   2404010 – Umsókn um styrk vegna námsferðar.

Lögð er fram styrkbeiðni frá Starfsmannafélagi Barmahlíðar vegna námsferðar 15 -16 starfsmanna Barmahlíðar til Amsterdam.


Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til ferðarinnar kr. 15.000 á hvern starfsmann. Samþykkt samhljóða.

 

10.   2404011 - Gjafir til nýfæddra íbúa.

Lagðar eru fram hugmyndir MDS og HJ að gjöfum til nýfæddra íbúa Reykhólahrepps.

 

Sveitarstjórn samþykkir að HJ og MDS vinni málið áfram miðað við umræðu á fundinum.

11.   2404012 - Leiga á húsnæði Reykhólahrepps til starfsmanna.

Lagt er fram erindi frá Rebekku Eiríksdóttur móttekið 15. apríl 2024.

Sveitarstjóra falið að skoða breytingar á gjaldskrá vegna þrifa á húsnæði og endurskoðun á leigusamning vegna viðburða. Samþykkt samhljóða

12.   2404013 - Fjarskiptaáætlun Vestfjarða.

Lögð er fram Fjarskiptaáætlun Vestfjarða mars 2024 sem unnin er af Vestfjarðastofu.

Verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar falið að greina áætlunina og vísa henni til skipulags-, húsnæðis og hafnarnefndar. Samþykkt samhljóða.

13.   2404014 – Kotlagning orkuauðlinda í Reykhólahreppi.

Lagt var fram minnisblað frá Bláma dagsett 16. apríl 2024 vegna jarðhita og annarra orkuauðlinda í Reykhólahreppi. Kortlagning auðlinda.

Sveitarstjórn telur verkefnið hljóma vel við og styrkja hringrásarverkefni Reykhólarhrepps og samþykkir að hluti fjármagns ætlað í verkefni Reykhólahrepps verði nýtt í kortlagningu orkuauðlinda í Reykhólahreppi. Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 18.10, fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.