Fara í efni

Sveitarstjórn

505. fundur 13. mars 2024 kl. 16:00 - 18:15 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
 • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
 • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
 • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
 • Rebekka Eiríksdóttir 1. varamaður (ER)
 • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ).
Starfsmenn
 • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
 • Kjartan Þór Ragnarsson verkefnastjóri (KÞR)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð

505. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 13. mars 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH),

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ),

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS),

Rebekka Eiríksdóttir, 1. varamaður (ER)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ).

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE), boðaði forföll.

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri (IBE)

Gestur á fundinum var Kjartan Þór Ragnarsson, verkefnastjóri (KÞR)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, tvö mál bárust og ein fundargerð, var samþykkt að taka fundargerðina til afgreiðslu undir liðnum fundargerðir nefnda sveitarfélagsins og málefnin undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   Fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 15. febrúar 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

 

2.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 11. mars 2024.

Farið yfir fundargerðina.

    2.1.   2402013 - Útboð 24-19 Reykhólahreppur, Karlsey, þekja og lagnir 2024.

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Geirnaglann ehf. Tilboð hljóðaði uppá 92.256.600,-. Samþykkt samhljóða. Verkefnið er ríkisstyrkt að 90%.

   2.2.   2403004 - Kúalaug upplifunarstaður, framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

   2.3.   2403002 – Orkubú Vestfjarða vegna plægingar, þverun Bæjardalsá, framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

 

3.   Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps 6. mars 2024.

HJ fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt.

 

Mál til afgreiðslu

1.   2403005 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.

Lagt er fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 8. mars 2024.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur um tíma, á markvissan hátt, stutt við ungt fólk í sveitarfélaginu sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, með það að markmiði að létta undir með þeim.

Neðangreindar aðgerðir hafa þegar verið samþykktar:

 • Gjaldskrá vegna máltíða í skóla og leikskóla var lækkuð um 50% ári 2023.
 • Leikskólagjöld eru gjaldfrjáls 6 klukkustundir á dag.
 • Skólaakstur leikskólabarna úr dreifbýli er gjaldfrjáls.
 • Gjald í tónlistadeild Reykhólaskóla var fellt niður 2022.
 • Reykhólahreppur veitir styrk til allra íbúa sinna til sundiðkunar með því að styrkja að fullu kaup á árskorti.
 • Gjaldskrá vegna sumarnámskeiða er 15.000 kr. árið 2023 fyrir tvær vikur.

Sveitarstjórn telur sig því vel í stakk búið að takast á við þær áskoranir sem felast í gerð kjarasamninga , þ.e. hugsjónin í samningsgerðinni hefur þegar fest sig í sessi í sveitarfélaginu og verið til grundvallar.

 

2.   2403006 - Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu, ósk um ábendingar og tillögur.

Lagt er fram erindi frá Landi og skógi, dagsett 27. febrúar 2024, þar sem kallað er eftir ábendingum sveitarfélagsins er geta nýst við enduskoðun á núverandi stuðningskerfi í landgræðslu og skógrækt.

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að taka saman þær upplýsingar sem komu fram í vinnu við nýsamþykkt aðalskipulag Reykhólahrepps og taka á þáttum í erindi Lands og skógs. Samþykkt samhljóða. 

 

3.   2403007 - Nýr lóðaleigusamningur um Garða 139553.

Lagður er fram nýr lóðarleigusamningur við eigendur Garða landnr. 139553.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Samþykkt samhljóða.

 

4.   2403008 - Víkingurinn 2024.

Erindi frá Félagi kraftamanna móttekið 22. febrúar 2024, þar sem fram kemur að Víkingurinn verður haldinn 28.- 30. júní og er ætlunin að heimsækja fjögur sveitarfélög á Vesturlandi/ Vestfjörðum og er þeim boðin þátttaka gegn því að sveitarfélögin styrki viðburðinn.

Sveitarstjórn ákveður að taka ekki þátt í Víkingnum að þessu sinni. Samþykkt samhljóða.

 

5.   2403009 - Ársfundur Byggðastofnunar 2024, fundarboð.

Fundarboð lagt fram, ársfundur fer fram 17. apríl í Bolungarvík.

JÖE mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

 

6.   2403010 - 69. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, fundarboð.

Fundarboð lagt fram, þingið verður haldið 10. apríl á Ísafirði.

ÁHH, JÖE og MDS mæta á þingið ásamt sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

 

7.   2403011 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

Fundarboð lagt fram, fundurinn verður haldinn 14. mars í tengslum við þing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Sveitarstjóri mætir á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar

8.   2403012 - Kynning nefndar um 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 um dagskrá.

Lagt fram og kynnt.

9.   2403013 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 15. febrúar 2024, ásamt ársreikningi 2023

Lagt fram.

10.   2403014 - 58. og 59. Fundargerð stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga

Fundargerðir lagðar fram.

11.   2402007 - 943. og 944. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál:

1.   2309005 – Framtíðarsýn um hitaveitu á Reykhólum.

Lagt er fram svar stjórnar Þörungaverksmiðjunnar við erindi Reykhólahrepps dagsett 5. mars 2024.

Sveitarstjórn þakkar stjórn Þörungaverksmiðjunnar svörin.

Verkefnastjóri óskaði formlega eftir því við sveitarstjórn að fá að miðla upplýsingum varðandi svör aðila við bréfi sveitarstjórnar.

Erindið samþykkt samhljóða.

IBE og KÞR upplýstu um að bréf hafi verið sent FSRE.

 

2.   2403016 - Ferðamannamiðstöð Vestfjarða í Reykhólahreppi.

Erindi frá verkefnastjóra hringrásarsamfélagsins móttekið 13. mars 2024, ósk um heimild til þess að hafa samband við landeigendur og hagaðila og kynna þeim tillögur og hugmyndir að ferðamannamiðstöð Vestfjarða.

Sveitarstjórn heimilar verkefnastjóra að vinna að verkefninu. Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 18.15

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.