Fara í efni

Sveitarstjórn

504. fundur 15. febrúar 2024 kl. 16:00 - 18:30 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ).
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í gegnum Teams.
  • Kjartan Þór Ragnarsson verkefnastjóri (KÞR)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

 504. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

fimmtudaginn 15. febrúar 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Dagskrá:

Mætt:      

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH),

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE),    

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ),

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS),

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ).

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri í gegnum Teams.

Gestur á fundinum var Kjartan Þór Ragnarsson, verkefnastjóri (KÞR)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, þrjú mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

Oddviti leitaði afbrigða fundarins að taka mál 1 og 2 af liðnum mál til afgreiðslu fyrst á dagskrá. Var það samþykkt.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 1.   fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 17. janúar 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

 2.   Fundur í mennta- og menningarmálanefnd 5. febrúar 2024

Formaður nefndarinnar fór yfir fundagerðina.

   2.1.  Breyting á skóladagatali Hólabæjar leikskóladeildar 2023 -2024.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna. Samþykkt samhljóða.

   2.2. Ytra mat á Ásgarðsskóla.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar.

   2.3. Umsókn um námsvist í Reykhólskóla.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

   2.4. Fundaráætlun nefnda.

Lögð fram og kynnt.

   2.5. Vetrarþjónusta í tengslum við skólastarf.

Sveitarstjóra falið að taka saman gögn um ferðir skólabíla og tímasetningar og senda Vegagerðinni með ítrekun um vetrarþjónustu. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 3.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 8. febrúar 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   3. 1.   2312006 - Hafnarslóð 221198, umsókn um byggingaleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

   3. 2.   2308008 - Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði að Suðurbraut og hafnarsvæði Karlsey, tillögur.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

   3. 3.   2402002 - Úthlutunarreglur fyrir íbúðir í Barmahlíð.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og eru drög að úthlutunarreglum lögð fram á fundinum. Úthlutunarreglurnar eru samþykktar með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

 1.   2402006 - Aðgerðaráætlun orkuskipta í Reykhólahreppi.

Lögð er fram aðgerðaráætlun orkuskipta í Reykhólarhreppi sem unnin var af KÞR verkefnisstjóra hringrásarsamfélagsins. KÞR fór yfir aðgerðaráætlunina.

 

Sveitarstjórn er ánægð með vinnuna og samþykkir að KÞR fari með aðgerðaráætlun til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins vegna samstarfsyfirlýsingar.
Samþykkt samhljóða.

 

 2.   2309005 – Framtíðasýn hitaveitu á Reykhólum

Lagt er fram svarbréf Orkubús Vestfjarða dagsett 13. febrúar 2024 við erindi sveitarstjórnar Reykhólahrepps um framtíðarsýn hitaveitu á Reykhólum.

 

Sveitarstjórn þakkar Orkubúi Vestfjarða fyrir viðbrögð við erindinu um framtíðarsýn hitaveitu á Reykhólum. Samþykkt samhljóða.

Rætt var um viðbrögð Framkvæmdasýslunnar gagnvart samningum um hitavatnsréttindi við Orkubúið og Þörungaverksmiðjuna.

 

Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum af vinnuháttum FSRE gagnvart þessu máli og felur KÞR og sveitarstjóra að leita skýrra svara frá stofnuninni. Samþykkt samhljóða.

 3.   2402004 - Bygging verknámsdeildar við Menntaskólann á Ísafirði.

Lögð eru fram gögn og áætlaður heildarkostnaður byggingu verknámsdeildar við Menntaskólann á Ísafirði frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, þar sem gert er ráð fyrir þátttöku Reykhólahrepps í byggingu deildarinnar og fer skv. lögum um framhaldsskóla að sveitarfélög á svæðinu taki að sér 40% af stofnkostnaði við bygginguna.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps telur verkefnið afar mikilvægt og lýsir yfir áhuga að taka þátt, en óskar eftir annarri skiptingu á fjármagni þar sem skólinn þjónustar nærsamfélagið betur en samfélög sem eru lengra í burtu t.d. nemendafjölda.

Samhliða óskar sveitarfélagið eftir samtali við Menntaskólann á Ísafirði um þjónustuáætlun skólans við samfélagið. Samþykkt samhljóða.

Sveitastjórn veitir sveitarstjóra umboð til að semja um málefnið fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða

 4.   2402005 - Samstarf í málum gegn ofbeldi.

Lagt er fram erindi frá Lögreglustjóranum á Vestfjörðum dagsett 18. janúar 2024 ásamt drögum að samstarfsyfirlýsingu embættisins, sveitarfélaga, heilbrigðisstofnanna, framhaldsskóla og héraðssambanda, “Vestfirðir saman gegn ofbeldi og öðrum afbrotum”. Um er að ræða stofnun reglubundins samráðsvettvangs sem fundar reglulega með það að markmiði að auka enn frekar samvinnu og samlegðaráhrif í afbrota- og forvarnarverkefnum.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

 5.   2402008 – Vettvangs- og fræðsluferð til Samsø vegna RECET verkefnis.

Sveitarstjórn samþykkir að JÖE og KÞR verði fulltrúar Reykhólahrepps í vettvangsferðinni. Fjórðungsamband Vestfjarða styrkir ferðina, að öðru leiti er fjármagn á fjárhagsáætlun. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

 6.   2402003 - Þjóðlendumál, eyjar og sker.

Erindi frá Óbyggðanefnd fyrir hönd Fjármála- og efnahagsráðherra dagsett 12. febrúar 2024 og varðar kröfur ráðuneytisins í „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Kallar Óbyggðanefnd eftir kröfum sveitarfélagsins fyrir 15. maí 2024.

Sveitarstjóri fór yfir með sveitarstjórn að margir hafi hringt og lýst yfir áhyggjum sínum af kröfum ráðuneytisins til jarðeigenda í sveitarfélaginu sem eiga jarðir er liggja að sjó og gerði tillögu að því að haldinn verði upplýsingafundur á vegum sveitarfélagsins og fenginn verði reyndur lögfræðingur í málefnum þjóðlendumála.

Sveitarstjórn telur kröfur ríkisins ganga langt gagnvart eignarétti landeigenda sjávarjarða og eyja og taki ekki til greina nýtingarétt landeigenda innan netalaga og heimalöndum eyja.

Sveitarstjóra er falið að leita til lögfræðings sveitarfélagsins og gæta hagsmuna þess og koma á upplýsingafundi sem fyrst. Samþykkt samhljóða.

 7.   2402007 - 941. og 942. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál (Ef einhver):

 8.   2402009 – 90 daga sprettur.

JÖE fór yfir verkefnið - og þær hugmyndir sem unnið verður með næstu 90 daga á vegum sveitarfélagsins.

 9.   2402010 - Regluverk um búfjárbeit.
Farið yfir minnisblað frá Matvælaráðuneytinu “Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis”.
Lagt fram og kynnt.

 10.   2307011 - Vegna uppbyggingar við Kúalaug, umsögn sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn vegna uppbyggingar við Kúalaugar og felur sveitarstjóra að fá framkvæmdaleyfi hjá skipulagsfulltrúa. Samþykkta samhljóða.

Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 18.30

Fundagerð undirrituð með rafrænum hætti.