Fara í efni

Sveitarstjórn

503. fundur 17. janúar 2024 kl. 16:00 - 18:45 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í gegnum Teams.
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri (HJ)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

503. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 17. janúar 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:      

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH)

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE)      

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ),

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS),

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

 

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri í gegnum Teams.

Gestir á fundinum voru Jóhann Þórðarson endurskoðandi sveitarfélagsins sem sat fundinn í gegnum Teams og Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir   

Fundargerð er rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

Oddviti leitaði afbrigða frá dagskrá fundarins vegna fundar með endurskoðanda Jóhanni Þórðarsyni vegna upphafs endurskoðunar um endurskoðunaráætlun.

Dagskrá:

Jóhann Þórðarson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir endurskoðunaráætlun með sveitarstjórn og tímaáætlun. Sveitarstjórn þakkar Jóhanni yfirferðina.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   501. og 502. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 13. og 21. desember 2023.

Farið yfir fundargerðirnar og þær samþykktar samhljóða.

2.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 8. janúar 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   2.1.   2208014 - Barmahlíð – hönnun nýrra íbúða efri hæð.

   HG verkefnastjóri lagði fram teikningar af íbúðum, brunaúttekt og grófa kostnaðarátætlun. HG og JÖE kynntu hugmyndirnar fyrir hjúkrunarforstjóra.

   Sveitastjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur HG að halda áfram með verkefnið. Samþykkt samhljóða.

 

   2.2.   2401003 - Byggingaáform, staðsetning íbúða við Hólatröð 2, 4 ,6 og 8.

   HG verkefnastjóri fór yfir tillögur að húsum og staðsetningu þeirra.

   Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur HG að vinna áfram að verkefninu. Samþykkt samhljóða.

   2.3.   2401001 - Kirkjuból, deiliskipulagsbreyting, skipting lóðar.

   Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

1.   2401008 – Drög að auglýsingu um skrá yfir þau störf hjá Reykhólahreppi sem eru undanþegin verkfallsheimild.

Sveitarstjórn samþykkir auglýsinguna og felur sveitarstjóra að láta birta hana í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða.

2.   2401004 - XXXIX Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. mars 2024, boðun.

JÖE og IBE mæta á Landsþing fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.   2312018 – Skýrsla verkefnisstjóra framkvæmda og uppbyggingar.

HG verkefnisstjóri fór yfir helstu verkefni sem unnið hefur verið að frá síðasta fundi.

Mál til kynningar

4.   2401007 - Frumvarp til laga um heildarendurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs.

Erindi til allra sveitarfélaga frá innviðaráðherra dagsett 9. janúar 2024, lagt fram og kynnt.

 

5.   23012016 – 55., 56. og 57. Stjórnarfundur Vestfjarðarstofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Fundargerðir lagðar fram.

6.   2302011 - 940. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerð lögð fram.

Önnur mál (Ef einhver):

7.   2401009 - Starfsreglur vegna Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, kostnaðaráætlun og verkáætlun.

Samkvæmt samþykkt 2. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða hefur verið að unnin tillaga að starfsreglum fyrir nefndina samkvæmt ákvæði 4. mgr 9.gr skipulagslaga 123/2010 og 4 mgr. 2.6. gr skipulagsreglugerðar 90/2013.

 

Svæðisskipulagsnefnd hefur að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, fjallað um tillöguna og samþykkt en tillagan verður endanlega staðfest á næsta fundi nefndarinnar.

Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða óskar að sveitarfélög sem eiga aðild að Svæðisskipulags-nefnd Vestfjarða staðfesti tillögu að starfsreglum nefndarinnar og í framhaldi þess samþykkis verða reglurnar settar fram í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir starfsreglur Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða. Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl: 18.45

Fundargerðin undirrituð með rafrænum hætti.