Fara í efni

Sveitarstjórn

502. fundur 21. desember 2023 kl. 16:00 - 16:34 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      
  • Rebekka Eiríksdóttir 1. varamaður (RE) í forföllum HJ
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 3. varamaður (IBE) í forföllum MDS
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ) boðaði forföll
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS) mætti ekki
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) mætti ekki
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

502.   fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

fimmtudaginn 21. desember 2023, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:      

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ), boðaði forföll

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS), mætti ekki

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ),mætti ekki

Rebekka Eiríksdóttir 1. varamaður (RE) í forföllum HJ

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 3. varamaður (IBE) í forföllum MDS

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir   

Fundargerð er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.

 

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu

1.   2309003 - Fjárhagsáætlun 2024 – 2027Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.

Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Reykhólahrepps að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%. Tekjuskattsálagning lækkar um samsvarandi prósent þ.a.l. mun ákvörðunin ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur muni hækka

2.   2312022 – Yfirtaka Brákar íbúðarfélags hses. á eignum Reykhóla hses. að Hólatröð 5, 7 og 9, og skuldbindingum þess.

Lagður er fram undirritaður kaupsamningur á milli Brákar íbúðarfélags hses. og Reykhóla hses. Reykhólahreppur á hlut í Brák íbúðarfélagi og í Reykhólum hses.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir fyrir sitt leyti yfirtöku Brákar íbúðarfélags hses. á eignum Reykhóla hses. eins og fyrirliggjandi kaupsamningur segir til um. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál: Ef einhver.

3.   2312021 - Kæra Gústafs J. Ólafssonar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdaleyfis vegna námu E-27 Reykhólar austan Karlseyjarvegar.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að verja hagsmuni sveitarfélagsins í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins og skipulagsfulltrúa. Samþykkt samhljóða.

 

Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 16.34

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.