Fara í efni

Sveitarstjórn

488. fundur 11. janúar 2023 kl. 16:00 - 18:48 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Fundargerð ritaði: Árný Huld Haraldsdóttir oddviti

 

488.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 11. janúar 2023, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH)

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ)

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

ÁHH ritaði fundargerð.

Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.

Oddviti bauð fólk velkomið, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð eða fundargögn,

engar athugasemdir voru gerðar. Oddviti spurði eftir öðrum málum á dagskrá. Tvö mál

bárust og samþykkt að taka þau undir liðnum önnur mál.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 

1.  487. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 19. desember 2022.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

 1.  Siðareglur sveitarstjórnar Reykhólahrepps - seinni umræða.

 Siðareglurnar teknar fyrir og samþykktar í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2.  Samþykkt um Launakjör kjörinna fulltrúa í Reykhólahreppi.

Lögð fram samþykkt um launakjör kjörinna fulltrúa í Reykhólahreppi.

Lagt til að þessar breytingar verði gerðar þar sem gert var ráð fyrir því í vinnu að

fjárhagsáætlun fyrir árið 2023:

Að laun sveitarstjórnarfulltrúa haldist í 5% af þingfararkaupi en þeir fái greitt 1% af

þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund í sveitarstjórn.

Að laun oddvita haldist í 10% af þingfararkaupi en hann fái greitt 2% af þingfararkaupi

fyrir hvern setinn fund sveitarstjórnar.

Að greiðslur til varamanna, sem taka sæti aðalmanns í sveitarstjórn, hækki um 2% eða

verði 3% af þingfararkaupi fyrir hvern setinn fund.

Samþykkt samhljóða.

3.  Starf sveitarstjóra

ÁHH víkur af fundi og JÖE tók við fundarstjórn.

Vegna leyfis sveitarstjóra samþykkir sveitarstjórn samhljóða að veita oddvita umboð til

að sinna starfi sveitarstjóra út janúar.

Samþykkt samhljóða að greiða oddvita staðgengislaun að frádregnum oddvitalaunum.

ÁHH kemur aftur inn á fundinn.

4.  Skrá yfir störf sem eru undanþegin verkfallsheimild.

Lögð eru fram drög að auglýsingu um skrá yfir þau störf sem eru undanþegin

verkfallsheimild.

Sveitarstjórn samþykkir auglýsinguna og ÁHH falið að láta birta hana í B-deild

Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða.

5.  Sorpmál - samræming úrgangsflokka.

Lagt er fram tilboð frá Íslenska Gámafélaginu vegna laga um samræmingu á

flokkunarkerfi sem á að gilda fyrir allt landið. Samræming á kerfinu er mikilvæg fyrir

innleiðingu hringrásarhagkerfis á Íslandi og stórt framfaraskref í baráttunni gegn

loftslagsvánni. Fyrir íbúa Reykhólahrepps hefur þetta í för með sér að við heimilin bætist

ein 240 ltr. tunna fyrir plast. Eldri græna tunnan verður þá fyrir pappír og pappa. Nýjum

merkingum verður komið fyrir á tunnunum. Nýju tunnunni og upplýsingabæklingi verður

þá dreift á næstu mánuðum.

Lagt til að kanna hug íbúa er varðar fjórðu tunnuna, að íbúar hafi val um að taka við

tunnunni eða flokka á grenndarstöð. Oddvita falið að koma því í framkvæmd og ganga

svo til samninga við gámafélagið er fjöldi tunna liggur fyrir. Þegar kemur að breytingum

og innleiðingu verði Umhverfis- og náttúruverndarnefnd fengin til að sjá um kynningu.

Samþykkt samhljóða.

6.  Snjómokstur á Reykhólum.

Lögð eru fram drög að samningi við Verklok hf. um snjómokstur á Reykhólum.

Varaoddvita falið að skrifa undir samning fyrir hönd Reykhólahrepps. Samþykkt

samhljóða.

7.  Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps

 Áætlunin kynnt fyrir sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps 2023.

Samþykkt samhljóða.

8.  Hringrásarsamfélagið í Reykhólahreppi

Lögð eru fram gögn vegna áframhaldandi vinnu við innleiðingu C1 - Grænir iðngarðar.

Farið yfir drög að starfslýsingu Leiðtogi-hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa starf verkefnastjóra. JÖE falið að klára að búa til

auglýsingu miðað við umræður á fundinum.

Farið yfir drög að erindisbréfi stýrihóps vegna vinnu við hringrásarsamfélagið.

Reykhólahreppur skipar Jóhönnu Ösp Einarsdóttur í stýrihópinn fyrir hönd

sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn leggur til að settur verði saman hópur hagaðila sem verður umsagnaraðili

við áframhaldandi vinnu hringrásarsamfélagsins.

Mál til kynningar

 

1.  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða - 15. desember ´22

Fundargerðin lögð fyrir og kynnt.

Önnur mál (ef einhver): Löglega upp borin

 

1.  Fundargerð mennta- og menningamálanefndar, 11. janúar 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

  1.1. - Dagsskipulag í Reykhólaskóla.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps tekur undir bókanir mennta- og menningamálanefndar

varðandi tilraunaverkefnið og samþykkir breytingu á dagsskipulagi í Reykhólaskóla.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

2. Erindi frá Báta- og hlunnindasýningu

Sveitarstjórn barst styrkbeiðni frá Báta- og hlunnindasýningu vegna þess að fulltrúi/ar

hennar ætla að fara á Mannamót sem verður í Kórnum í Kópavogi fimmtud. 19. janúar.

Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustu sem staðsett

er á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin er sú að þessir fulltrúar myndu ekki bara kynna sitt

safn heldur fara og kynna einnig aðra ferðaþjónustu sem er í boði í sveitarfélaginu. Leitað

er stuðnings til að fulltrúi/ar geti haft samband við aðra ferðaþjónustuaðila, sett fram

heildræna mynd af sveitarfélaginu og farið með kynningu á Mannamótum.

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000.- kr.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 18:48. Fundargerðin undirrituð rafrænt