Fara í efni

Sveitarstjórn

499. fundur 11. október 2023 kl. 16:00 - 17:20 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)   
  • Rebekka Eiríksdóttir 2. varamaður (RE)
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 4. varamaður og sveitarstjóri (IBE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

499.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 11. október 2023, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:      

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH) boðaði forföll 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)   

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS) boðaði forföll

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) boðaði forföll

Rebekka Eiríksdóttir 2. varamaður (RE)

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 4. varamaður og sveitarstjóri (IBE)

     

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir   

   

Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.      

   

Varaoddviti setti fundinn og bauð fólk velkomið, þá kannaði hann hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun. Engar athugasemdir komu fram.  Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, tvö mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.     

 

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   498.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.     Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd 26. september 2023

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

 

   2.1. 2303002 - Reykjabraut 11, umsókn um byggingaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

   2.2. 2309001 - Framkvæmdaleyfi náma E-27 Reykhólar austan Karlseyjarvegar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

1.  2309004 - Útkomuspá 2023.

Lögð er fram útkomuspá rekstrar Reykhólahrepps vegna ársins 2023. Útkomuspá gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta, verði tæpar 70 millj.kr. sem er rúmum 30 millj. kr. hærri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlun.

 

Sveitarstjórn fór yfir útkomuspá 2023 og felur sveitarstjóra að senda útkomuspána til eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

2.  2204014 - Reykhólahreppur umsögn innviðaráðuneytisins.

Lagt er fram erindi frá Innviðaráðuneyti dagsett 22. september 2023 ásamt umsögn innviðaráðuneytisins um stöðu Reykhólahrepps, getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og um þau tækifæri sem felast í mögulegum kostum til sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög.

Niðurstaða ráðuneytisins er að hvetja Reykhólahrepp til að huga að þeim tækifærum sem kunna að felast í sameiningu við önnur sveitarfélög.

 

Farið yfir erindið og umsögnina. Sveitarstjóra er falið að birta umsögnina á vef sveitarfélagsins skv. erindi ráðuneytisins. Samþykkt samhljóða.

 

Að því loknu skal tekin ákvörðun um það hvort hefja eigi formlegar sameiningaviðræður við annað eða önnur sveitarfélög á grundvelli 119 gr. sveitarstjórnarlaga og hafa um þær tvær umræður og senda ráðuneytinu niðurstöðu ákvörðunar sveitarstjórnar þegar hún liggur fyrir.

Sveitarstjórn vísar umræðu um hvort hefja eigi formlegar sameiningaviðræður til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

3.  2310009 - Innkaupastefna og innkaupareglur Reykhólahrepps. Fyrri umræða,

Lögð eru fram drög að innkaupastefnu og innkaupareglu fyrir sveitarfélagið.

Farið yfir Innkaupstefnu og innkaupareglur. Sveitarstjórn vísar málinu til síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

4.  2310010 - Héraðsbókasafn framtíðarsýn.

Erindi frá Hrefnu Jónsdóttur dagsett 6. október 2023 varðandi framtíð bókasafnsins í Reykhólaskóla.

 

Sveitarstjórn samþykkir að stofna þriggja manna starfshóp um framtíð bókasafnsins. HJ verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópnum og er henni falið að finna tvo aðila í starfshópinn sem verða staðfestir á næsta sveitarstjórnarfundi. Samþykkt samhljóða.

 

5.  2310003 - Þjónustustefna sveitarfélaga.

Erindi frá innviðaráðuneytinu dagsett 29. september 2023 er varðar nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum um þjónustustefnu sveitarfélaga.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja vinnu við gerð þjónustustefnu fyrir Reykhólahrepp, samþykkt samhljóða.

6.  2310004 - Innviðir fyrir orkuskipti.

Erindi frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytis dagsett 26. september 2023 er varðar uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti og staðarval fyrir hraðhleðslustöðvar og mikilvægi nálægðar þeirra við mikilvæga innviði raforkukerfisins, eins og tengivirki.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu til verkefnisstjóra hringrásarsamfélagsins og framkvæmda og uppbyggingar. Samþykkt samhljóða.

7.  2310008 – Skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir 2024.

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 5. október 2023.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna og birta skrá yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild og birta í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða

8.  2310005 - Styrkbeiðni vegna útgáfu bókar um ævi Björns Pálssonar flugmanns.

Lagt er fram erindi frá Bókaútgáfunni Hólum dagsett 13. júlí 2023.

 

Sveitarstjórn hafnar beiðninni.

Mál til kynningar

1.  2310006 - Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa.

Erindi frá Innviðaráðuneytinu 29. september 2023.

Lagt fram og kynnt.

2.  2310007 - Leigufélagið Bríet ársreikningur 2022.

Ársreikningur lagður fram og kynntur.

3.  2302010 - 52. - 54. fundur stjórnar FV og VFS og ársfundur VFS.

Fundargerðir lagðar fram.

4.  2304017 – 217. Fundur Breiðafjarðarnefndar.

Fundargerð lögð fram.

5.  2302011 - 933. og 934. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál:

1.  Tilnefningar í fulltrúaráð og framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða.

Erindi frá bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar dagsett 11. október 2023. Skipun tveggja fulltrúa Reykhólahrepps í fulltrúaráð. Skipun sameiginlegs fulltrúa frá félagsþjónustusvæði Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps í framkvæmdaráð.

Sveitarstjórn tilnefnir Hrefnu Jónsdóttur og Vilberg Þráinsson sem fulltrúa Reykhólahrepps í fulltrúaráð.

Sveitarstjórn tilnefnir Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sem fulltrúa í framkvæmdaráð með fyrirvara um samþykki aðildasveitarfélaga að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

2.  Tilnefning í framkvæmdaráð Earthcheck og vinnuhóp um gerð svæðisáæltunar um úrgang.

Erindi frá verkefnisstjóra umhverfis- og loftlagsmála hjá Vestfjarðarstofu dagsett 11. október 2023.

Sveitarstjórn tilnefnir Kjartan Ragnarsson verkefnisstjóra hringrásarsamfélagsins í framkvæmdaráð EarthCheck og í vinnuhóp um gerð svæðisáæltunar um úrgang. Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 17.20

Fundargerðin undirrituð rafrænt.