Fara í efni

Sveitarstjórn

498. fundur 19. september 2023 kl. 16:00 - 18:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)     
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)     
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)  
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)    
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) boðaði forföll
  • Eggert Ólafsson 3. varamaður (EÓ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE) 
  • Kjartan Ragnarsson verkefnisstjóri (KR)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

498.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

Þriðjudaginn 19.september 2023, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:     

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)     

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)     

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)  

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)    

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) boðaði forföll

Eggert Ólafsson 3. varamaður (EÓ)

  

Einnig sátu fundinn:   

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE) 

Kjartan Ragnarsson verkefnisstjóri (KR) fór yfir málefni hringrásarsamfélags undir lið 3 á dagskránni.

    

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir  

  

Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.     

  

Oddviti setti fundinum og bauð fólk velkomið, þá kannaði hann hvort athugasemdir væru gerðar við fundaboðun. Engar athugasemdir komu fram.  Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá. Tvö mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár. 

   

Dagskrá:

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

497.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1.  2309003 - Fjárhagsáætlun 2024 – 2027. Rammaáætlun 2024.

Lögð er fram rammaáætlun vegna ársins 2024. Áætlunin byggist á breyttum forsendum í efnahagsumhverfinu á milli ára, m.a. verðbólgu og hækkun launa.

Farið yfir rammaáætlun og henni vísað til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2024 - 2027. Samþykkt samhljóða.

2.  2309004 - Rekstraryfirlit jan - jún 2023 og útkomuspá.

Lagt er fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo ársfjórðunga ársins 2023, framlagningu útkomuspár er frestað til næsta fundar. Rekstaryfirlitið sýnir um 20 millj. afgang eftir fyrstu tvo mánuði ársins, sem er á pari við áætlun ársins.

Sveitarstjórn fór yfir rekstaryfirlitið.

3.  2309005 - Framtíðarsýn um hitaveitu á Reykhólum.

Verkefnisstjóri hringrásarsamfélagsins fór yfir drög að stefnuskjali sveitarstjórnar um framtíðarsýn um nýtingu jarðhita á Reykhólum. Stefnan er í 14 liðum og byggir m.a. á auðlindastefnu Reykhólahrepps.

Sveitarstjórn þakkar verkefnisstjóra yfirferðina og samþykkir framtíðarsýnina sem er í anda hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi og gerir skjalið að sínu. Samþykkt samhljóða.

4.  2306012 - Verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.

Lagður er fram ráðningasamningur við Hrafnkel Guðnason í starf verkefnisstjóra framkvæmda og uppbyggingar í Reykhólahreppi. Hrafnkell mun stýra tilteknum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins er varða framtíðar- og atvinnuuppbyggingu, hann mun einnig aðstoða embætti skipulags- og byggingafulltrúa vegna uppbyggingaverkefna, eiga samskipti við íbúa og hagaðila. Hrafnkell mun hefja störf um næstu mánaðarmót.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og býður Hrafnkel velkominn til starfa hjá Reykhólahreppi. Samþykkt samhljóða.

5.  2309006 - 68. Fjórðungsþing að hausti, boðun og dagskrá.

Lagt er fram fundarboð og dagskrá 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti sem haldið verður dagana 6. og 7. október 2023 í Bolungarvík.

ÁHH, JÖE, MDS og VÞ mæta á þingið og fara með atkvæði sveitarstjórnar. Sveitarstjóri og verkefnastjóra hringrásarsamfélagsins mæta einnig. Samþykkt samhljóða.

6.  2309007 - Ársfundur náttúruverndarnefnda.

Lagt er fram fundaboð vegna ársfundar náttúruverndarnefndar sem haldinn verður á Ísafirði 12. október n.k.

 

HJ mætir á þingið f.h. Reykhólahrepps, samþykkt samhljóða.

7.  2309008 -Styrkbeiðni vegna útgáfu á lögum Ólafs Kristjánssonar fv. bæjarstjóra og skólastjóra Tónlistaskólans í Bolungarvík.

Erindi frá Útgáfunefnd dagsett 11. september 2023.

 

Sveitarstjórn hafnar beiðninni samhljóða.

EÓ víkur af fundi.

8.  2309013 - Nám í skóla utan lögheimilssveitarfélags.

Lögð er fram umsókn um nám utan Reykhólahrepps.

 

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá henni til móttöku sveitarfélags. Samþykkt samhljóða.

EÓ kom inn á fund.

Mál til kynningar

1.  2309009 - Aðalfundur Báta- og hlunnindasýningarinnar 2023 og ársreikningur 2022.

Lagt fram og kynnt.

2.  2309010 - Aðalfundur Þörungamiðstöðvar Íslands 2023, ársreikningur 2022 og ársskýrsla 2022.

Lagt fram og kynnt.

 

3.  2309011 - Ályktun Skógræktarfélags Íslands.

Lögð fram og kynnt.

4.  2309012 - Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 144, fjárhagsáætlun 2024 og drög að gjaldskrá 2024.

Lagt fram og kynnt.

5.  2304017 - 216. fundur Breiðafjarðarnefndar.

Fundargerð lögð fram.

6.  2302011 - 932. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerð lögð fram.

Önnur mál (Ef einhver):

1.  2306008 - Endurgerð Ólafarbrunns.

Erindi frá Alberti Páli Sigurðssyni dagsett 31. maí 2023, þar sem Albert óskar eftir leyfi sveitarstjórnar Reykhólahrepps til endurgerðarinnar.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps gerir ekki athugasemd við endurgerð Ólafarbrunns svo fremi að það sé gert í samráði og með samþykki landeiganda og Minjastofnunar. Samþykkt samhjóða.

2.  2309017 - Afsögn úr mennta- og menningarmálanefnd.

Erindi frá Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur dagsett 19. september 2023.

 

Sveitarstjórn veitir Ástu Sjöfn lausn frá nefndarstörfum í mennta- og menningarmálanefnd. Samþykkt samhljóða.

Ástu eru þökkuð störf hennar í þágu nefndarinnar.

Sveitastjórn samþykkir að skipa Steinunni Ó. Rasmus sem aðalmann í mennta- og menningarmálanefnd. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 18.10

Fundargerðin undirrituð með rafrænum hætti.