Fara í efni

Sveitarstjórn

497. fundur 23. ágúst 2023 kl. 16:00 - 17:50 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)    
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ) 
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)   
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)  
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE) 
  • Kjartan Ragnarsson verkefnisstjóri (KR)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð

  1. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, aukafundur,

miðvikudaginn 23. ágúst 2023, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:    

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)    

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ) 

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)   

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)  

Einnig sat fundinn:  

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE) 

Kjartan Ragnarsson verkefnisstjóri (KR) fór yfir málefni hringrásarsamfélags í upphafi fundar.   

   

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.    

Oddviti setti fundinum og bauð fólk velkomið, þá kannaði hann hvort athugasemdir væru gerðar við fundaboðun. Engar athugasemdir komu fram.  Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og var samþykkt að taka það fyrir undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár. 

  

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.  496.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.  Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 21. ágúst 2023.

2.1 2308008 – Deiliskipulag um iðnaðar- og hafnarsvæði á Reykhólum.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Landmótun. Samþykkt samhljóða.

2.2.2303002 – Reykjabraut 11, umsókn um byggingaleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.

Ný gögn eru lögð fram frá skipulagsfulltrúa, sveitarstjórn staðfestir ekki samþykkt skipulagsnefndar og vísar málinu aftur til skipulags- og byggingafulltrúa til frekari vinnslu. Samþykkt samhljóða.

2.3. 2308009 – Framkvæmdaleyfi, lagning háspennustrengs og ljósleiðara í Þorskafjörð.

Sveitarstjórn samþykkir útgáfu á framkvæmdaleyfi til Orkubús Vestfjarða. Samþykkt samhljóða.

2.4. 2308004 – Strýta lóðarnr. 139757, lóðarleigusamingur

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan lóðarleigusamning um Strýtu landnr. 139757. Samþykkt samhljóða.

2.5 2306007 - Lagning ljósleiðara í þorpið á Reykhólum.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Ljóst er að markaðsforsendur eru brostnar, sem heimilar sveitarfélaginu að stíga inn í verkefnið og leggja ljósleiðara í þorpið á Reykhólum. Samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1.  2308002 - Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps, breyting og viðauki nr. 1. síðari umræða.

Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps, breyting og viðauki 1 lagður fram til síðari umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu og viðauka 1 við samþykkt um stjórn Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða, sveitarstjóra falið að birta breytinguna og viðaukann í B- deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða.

2.  2211016 - Velferðaþjónusta Vestfjarða, síðari umræða.

2.1 - Viðauki við samning um Velferðaþjónustu Vestfjarða, aðild Strandabyggðar.

Lagður er fram til síðari umræðu, viðauki við samning um Velferðarþjónustu Vestfjarða, aðild Strandabyggðar.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka við samning um Velferðarþjónustu, aðild Strandabyggðar. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál (Ef einhver):

3.  Fundargerð dreifbýlisnefnd 22. ágúst 2023.

VÞ fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 17.50

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.