Fara í efni

Sveitarstjórn

475. fundur 13. janúar 2022 kl. 15:00 - 16:40 Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Ingimar Ingimarsson varaoddviti (II)
  • Embla Dögg B. Jóhannsdóttir (EDBJ)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE)
  • Karl Kristjánsson (KK)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð á tölvu og er þrjár síður.

Oddviti bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá og kannaði hvort
athugasemdir væru við fundarboðið. Eitt mál barst og ein fundargerð. Samþykkt var að taka
málið á dagskrá undir liðnum önnur mál. Fundargerðin var tekin til afgreiðslu undir liðnum
fundargerðir nefnda sveitarfélagsins. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðið. Þá
var gengið til dagskrár

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.


1. 474. Fundur sveitarstjórnar 21. desember 2021.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 10. janúar 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1 1903004 – Breyting á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006 -2018, vindorka í
Garpsdal

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að veita umsögn til
ráðuneytis. Samþykkt samhljóða.

2.2 2201003 – Endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar, skipulagslýsing.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.3 2201004 – Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar, vinnslutillaga til umsagnar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

3. Fundur velferðarnefndar 17. nóvember 2021.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina. Samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1. 2112001 - Stefna og viðbragðsáætlun um einelti, áreitni og ofbeldi.
Lögð er fram að nýju stefna og viðbragðsáætlun Reykhólahrepps um einelti, áreitni og
ofbeldi. Hún var lög fram til kynningar á fundi í desember. Stefnan hefur nú verið kynnt
starfsmönnum stofnanna sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn samþykkir stefnuna og viðbragðsáætlun samhljóða.

2. 2112002 - Reykhólahreppur – Húsnæðisáætlun 2022.
Lögð er fram húsnæðisáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2022.

Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun Reykhólahrepps 2022 samhljóða.

3. 2201006 - Samstarf um rekstur hjúkrunarheimila, minnisblað frá fundi.
Lagt er fram minnisblað vegna fundar fulltrúa Reykhólahrepps og Dalabyggðar vegna
rekstur hjúkrunarheimila sveitarfélaganna sem haldinn var 5. janúar 2022.
Í minnisblaðinu er lagt til að leggja það upp við sveitarstjórnir Reykhólahrepps og
Dalabyggðar að vinna verði hafin við mögulega sameiningu Barmahlíðar og Silfurtúns.
Grundvöllur þeirrar sameiningar er fjölgun hjúkrunarrýma til sameiginlegrar stofnunar.
Heimilin eru um margt lík, bæði heimilin upplifa auknar gæðakröfur og auknar kröfur um
skýrsluskil. Með sameiningu geta verið falin tækifæri til að takast betur á við þær kröfur,
auk annarra samlegðaráhrifa. Fulltrúar Reykhólahrepps óska umboðs sveitarstjórnar að
halda áfram á þessari braut og kanna þessi mál frekar í samráði við Dalabyggð.

Sveitarstjórn felur fulltrúum að vinna málið frekar. Samþykkt samhljóða.

4. 2201007 - Forkaupsréttur vegna eigna í Flatey.
Lögð er fram yfirlýsing um að Reykhólahreppur nýti ekki forkaupsrétt á eignunum
Eyjólfspakkhús fnr.212-2795, Stórapakkhús fnr.212-2817, Samkomuhús fnr. 212-2810,
Friðheimar fnr. 236-3833 og Bryggjuskúr fnr. 236-3834 vegna sölu Minjaverndar á
eignunum.

Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti á eignunum Eyjólfspakkhús fnr.212-2795,
Stórapakkhús fnr.212-2817, Samkomuhús fnr. 212-2810, Friðheimar fnr. 236-3833 og
Bryggjuskúr fnr. 236-3834 að þessu sinni. Sveitarstjóra falið að undirrita yfirlýsinguna.
Samþykkt samhljóða.

5. 2201008 - Undanþága verkfallsheimilda, drög að auglýsingu.
Lögð eru fram drög að auglýsingu um skrá yfir þau störf sem eru undanþegin
verkfallsheimild.

Sveitarstjórn samþykkir auglýsinguna og felur sveitarstjóra að láta birta hana í B-deild
Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

1. 2201009 - Stjórnendamæliborð KPMG.
Lagðar eru fram upplýsingar og tilboð KPMG í svokallað stjórnendamæliborð.
Sveitarstjóri fór yfir fund sem hann og skrifstofustjóri sátu með KPMG til kynningar á
stjórnendamæliborðinu.

Sveitarstjórn samþykkir kaup á stjórnendamælaborði fyrir stjórnendur sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

Önnur mál:

1. 2201010 - Vegna gjaldskrár mötuneytis.
Lögð er fram tillaga að því að bæta við lið er varðar akstur með heimsendan mat innan
þéttbýlis Reykhólahrepps til ellilífeyrisþega.

Sveitarstjórn samþykkir liðinn inn í gjaldskránna. Samþykkt samhljóða.


Farið yfir fundargerð, fundi slitið kl. 16:40


Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.