Fara í efni

Sveitarstjórn

496. fundur 16. ágúst 2023 kl. 16:00 - 18:37 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)   
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)   
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)  
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) 
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)   
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð

496. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 16. ágúst 2023, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt:   

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)   

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)   

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)  

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) 

 

Einnig sat fundinn: 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)   

  

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.   

 

Oddviti setti fundinum og bauð fólk velkomið, þá kannaði hann hvort athugasemdir væru gerðar við fundaboðun. Engar athugasemdir komu fram.  Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá. Tvö mál bárust, samþykkt að taka málin til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.  

 

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.  495.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1.  2308002 - Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps, breyting og viðauki nr. 1. fyrri umræða.

Lögð er fram samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Reykhólahreppps nr. 685/2013 með síðari breytingum auk viðauka við samþykktina. Tilefni breytingarinnar og viðaukans er stofnun Velferðferðarþjónustu Vestfjarða og framsal Reykhólahrepps á valdi til ákvarðanatöku í verkefnum á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002 og á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 til Ísafjarðarbæjar sem leiðandi sveitarfélags í málefnum þessum.

Sveitarstjórn fór yfir samþykktina og viðauka nr. 1 og vísar málinu til síðari umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

2.  2211016 - Velferðaþjónusta Vestfjarða.

2.1 - Samningur um Velferðarþjónustu Vestfjarða.

Lagður er fram að nýju samningur um Velferðarþjónustu Vestfjarða þar sem sveitafélögin á Vestfjörðum utan Strandabyggðar sameinast um rekstur sérhæfðrar velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær er leiðandi sveitarfélag.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps fór yfir samning um Velferðarþjónustu Vestfjarða. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Samþykkt samhljóða.

 

2.2 - Viðauki við samning um Velferðaþjónustu Vestfjarða, aðild Strandabyggðar, fyrri umræða.

Lagður er fram viðauki við saming um Velferðarþjónustu Vestfjarða þar sem sveitarfélögin sem standa að Velferðarþjónustu Vestfjarða koma sér saman um að Strandabyggð gerist aðili að samningnum.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps fór yfir viðauka 1 við samning um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum, aðkomu Strandabyggðar og vísar viðauka til síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

3.  2308003 - Farsældarþing 2023.

Lagt er fram erindi frá Stjórnarráði Íslands dagsett 4. júlí 2023.

 

Sveitarstjórn vísar erindinu til tómstundafulltrúa. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

4.  2305019 - Stofnframlag vegna byggingu 4 íbúða raðhús við Hellisbraut .

Lögð er fram niðurstaða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stofnframlag vegna byggingar raðhúss við Hellisbraut 70 – 76, á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 dags. 19. júní 2022.

HMS samþykkir að veita 18% Stofnframlag og sérstakt byggðaframlag vegna byggingar á íbúðum miðað við stofnvirði að fjárhæð 177.500.801 kr.

Stofnframlag 18% 31.950.144.-

Sérstakt byggðaframlag 22.579.200.-

Stofnframlag alls; 54.529.344.-

5.  2308005 - Lausaganga búfjár, erindi frá Bændasamtökum Íslands dagsett 6. júlí 2023.

Lagt fram og kynnt erindi frá Bændasamtökum Íslands dags 6. júlí 2023 og varðar lausagöngu/ágang búfjár.

Sveitarstjórn vísar erindinu til umfjöllunar í dreifbýlisnefnd og felur nefndinni að endurskoða samþykkt um búfjárhald í Reykhólahreppi.

6.  2308006 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð.

Lögð er fram og kynnt skýrsla um forgangsöðun vegaframkvæmda í Dalabyggð júní 2023.

7.  2302011 - Fundargerð 929., 930. og 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðir lagðar fram.

 

Önnur mál:

8.  Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi til Báta og hlunnindasýningarinnar.

Erindi frá embætti sýslumannsins á Vestfjörðum dagsett. 14. ágúst 2023.

Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

 

9.  Fjallskilaseðill 2023, ásamt fundargerð dreifbýlisnefndar 14. ágúst 2023.

Lagður er fram fjallskilaseðill fyrir árið 2023.

Sveitastjórn samþykkir fjallskilaseðilinn. Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerð, fundi slitið kl. 18.37

Fundargerð er undirrituð með rafrænum hætti.