Fara í efni

Sveitarstjórn

495. fundur 15. júní 2023 kl. 16:00 - 17:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)  
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)  
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS) 
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
  • ÁHH og MDS sátu fundir í gegnum fjarfundarbúnað.
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)  
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir Varaoddviti

Fundargerð er rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.  

1. Varaoddviti stjórnaði fundinum og bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundaboðun. Engar athugasemdir komu fram.  Þá óskaði oddviti eftir öðrum málum á dagskrána. Eitt mál barst, samþykkt að taka málið til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár. 

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 

1. 493. og 494. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

2. Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 15. júní 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   2.1 2306004 - Óveruleg breyting á Aðalskipulagi 2022-2034, náma E-27.

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á Aðalskipulagi 2022-2034 vegna námu E-27. Samþykkt samhljóða

  2.2. 2306005 - Hellisbraut 58 –64, lóðaleigusamningur.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.

  2.3 2306007 - Ljósleiðari í þéttbýlið Reykhóla.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

Mál til afgreiðslu 

 

 1. 2305001 - Ársreikningur Reykhólahepps og stofnanna hans 2022, síðari umræða.

Ársreikningur lagður fram til síðari umræðu.

Sveitarstjórn samþykkir ársreikning samhljóða. Sveitarstjórn þakkar starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf er varðar ábyrgð í fjármálum. Jafnframt þakkar sveitarstjórn sveitarstjóra og skrifstofustjóra fyrir fyrirmyndar vinnu í tengslum við ársreikning.

 

2. 2306013 - Sumarfrí nefnda og lokun skrifstofu og sumarfrí sveitarstjóra.

Lagt var fram erindi frá sveitarstjóra dagsett 13. júní 2023.

Sveitarstjórn samþykkir að fella niður nefndarfundi í júlí ásamt lokun skrifstofu vegna sumarleyfa frá 24. júlí til 4. ágúst. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn sumarfrí sveitarstjóra frá 19. Júní til 7. Júlí og 24. Júlí til 4 ágúst. Samþykkt samhljóða.

3. 2306014 – Skipan tveggja fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd fyrir Vestfirði.

 Sveitarstjórn leggur til að Árný Huld Haraldsdóttir verði aðalmaður í nefndinni og Arnþór Sigurðsson varamaður.

Samþykkt samhljóða.

4. 2306012 - Verkefnastjóri eigna og framkvæmda.

Lögð fram drög af starfslýsingu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa starfið.

Samþykkt samhljóða.

5. 2306015 - Tilboð í áframhaldandi stígagerð við Langavatn.

Lagt fram erindi frá Kol ehf. um áframhaldandi stígagerð við Langavatn.

Sveitarstjórn samþykkir að fara í vinnu við stígagerð viðLangavatn svo fremi sem að sú vinna hafi ekki áhrif á framkvæmd á leikskólalóð. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

 

6. 2305019 – Staðfesting á stofnframlagi

Lögð fram staðfesting á stofnframlagi frá HMS. Heildar stofnframlag Reykhólahrepps eru 25.200.000. Hluti stofnframlagsins greiðist sem opinber gjöld og stendur eftir beint fjárframlag Reykhólahrepps að upphæð 16.396.000. Lagt fram til kynningar.

7. 2306011 - Rafhleðslustöðvar á Reykhólum, undirritaður rekstrarsamningur við OV.

Samningurinn lagður fram til kynningar.

8. Fundargerð stjórnar Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 5. júní 2023 og ársreikningur.

Lagt fram til kynningar.

9. 2305017 - Fundargerð ársfundar BsVest 2023.

Lagt fram til kynningar.

10. 2302011 - Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál:

 

1. 2306017 – Skansinn fastanr. 212-2811, forkaupsréttur.

Lagt er fram afsal vegna sölu eignarinnar Skansins í Flatey. Reykhólahreppur á forkaupsrétt í eignina skv. afsali.

Sveitarstjórn fellur frá forkaupsrétti á Skansinum að þessu sinni. Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerðina og fundi slitið kl. 17:10.

Fundargerðin undirrituð með rafrænni undirskrift.