Fara í efni

Sveitarstjórn

493. fundur 17. maí 2023 kl. 16:00 - 18:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdótti r aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
  • Arnþór Sigurðsson (AS) 1. varamaður.
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð

493. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 17. maí 2023, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 Fundargerð er rituð á tölvu og er 5 blaðsíður.

Oddviti bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundaboðun. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá. Þrjú mál bárust og var ákveðið að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 

1. 492. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 26. apríl 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd 9. maí 2023

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Skipulag- húsnæðis- og hafnarnefnd 15. maí 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

3.1 2304001 – Afgreiðsla framkvæmdaleyfa, efnistaka austan við Karlseyjarveg.

Sveitarstjórn samþykkir að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 – 2034 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða.

3.2. 2305005 – Framkvæmdaleyfi vegna byggingu nýrra brúa yfir Fjarðarhornsá og Skálmardalsá.

Sveitarstjórn samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr 772/2012. Samþykkt samhljóða.

3.3 2305006 – Deiliskipulag Hellisbraut.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

3.4 2305008 - Hellisbraut 70 -76, umsókn um lóð.

Lögð fram umsókn Landsbyggðarhúss dagsett 13. maí 2023.

Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Landsbyggðarhúsum lóðina að Hellisbraut 70 – 76, samþykkt samhljóða.

3.5 2305009 – Verndarfulltrúi hafnar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

3.6 2305010 – Lóðir hafnarsvæði, deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir að unnið verði deiliskipulag um iðnaðarsvæðið í Karlsey.

3.7 2304001 – Afgreiðsla framkvæmdaleyfa, 20.000 m3 efnistaka í landi Kvígindisfjarðar, breyting á aðalskipulagi 2022 -2034.

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022 – 2034 skv. 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga. Samþykkt samhljóða.

4. Öldungaráð 9. maí 2023, fundargerð og erindisbréf

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða. Farið yfir erindisbréf nefndarinnar og það samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

5. 2305001 - Viljayfirlýsing um aðgerðir til að stuðla að kolefnishlutleysi Reykhólahrepps.

Lögð er fram undirrituð viljayfirlýsing við umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytið þar sem fram kemur að ráðuneytið og Reykhólahreppur sameinist um að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að stuðla að kolefnishlutleysi í Reykhólahreppi. JÖE skrifaði undir viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykhólarhrepps.

Sveitarstjórn lýsir ánægju með það að ráðuneytið vilji leggja sitt af mörkum gagnvart hringrásarsamfélaginu í Reykhólahreppi.

6. 2305011 - Nýting jarðhitaauðlindarinnar á Reykhólum.

Lagt er fram erindi frá Framkvæmdasýslu Ríkiseigna dagsett 10. maí 2023, þar sem óskað er að Reykhólahreppur sendi stofnuninni samantekt um framtíðarsýn varðandi nýtingu á jarðhita á Reykhólum.

JÖE upplýsti sveitarstjórn um fund sem hún ásamt IBE og Kjartani Þór Ragnarssyni verkefnisstjóra hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi áttu með Framkvæmdasýslu Ríkiseigna þann 2. maí s.l.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og verkefnisstjóra að svara erindinu. Samþykkt samhljóða.

7. 2305012 - Beiðni Strandabyggðar um aðild að Velferðarþjónustu Vestfirðinga.

Lagt er fram erindi frá sveitarstjóra Strandabyggðar dags. 9. maí 2023, þar sem óskað er eftir aðild Strandabyggðar að samningi um velferðarþjónustu Vestfirðinga.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að gerður verði viðauki við samninginn vegna aðildar Strandabyggðar. Samþykkt samhljóða.

8. 2305013 - Rekstrarsamningur Orkubús Vestfjarðar og Reykhólahrepps á hleðslustöðvum og bílastæðum fyrir rafbíla á Reykhólum.

Lögð eru fram drög að rekstrarsamningi á milli Orkubús Vestfjarða og Reykhólahrepps, þar sem fram kemur að Reykhólahreppur leggi til land undir fjögur bílastæði hlið við hlið og haldi við aðgangi að bílastæðunum m.a. með viðhaldi og snjómokstri.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.

9. 2305014 - Aðalfundur Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks BsVest 2023 31. maí 2023, fundarboð og ársreikningur 2022.

Fundarboð og ársreikningur lögð fram.

IBE, JÖE og HJ munu mæta á aðalfund fyrir hönd Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

10. 2305015 - Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.

Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarfélaga dags. 9. maí 2023 lagt fram til kynningar.

11. 2305016 - Tilkynning um skipan Árneshrepps í umdæmisráð Landsbyggða.

Erindi frá barnaverndarþjónustu Eyjarfjarðar dagsett 28. apríl 2023 lagt fram til kynningar.

Önnur mál (ef einhver):

12. 2305018 – Reykjabraut 11, byggingaleyfi.

Lögð eru fram byggingaáform og teikningar vegna Reykjabrautar 11.

Sveitarstjórn samþykkir að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Samþykkt samhljóða.

13. 2305019 - Umsókn um stofnframlög vegna byggingu húsnæðis Brákar hses við Hellisbraut 70 -76.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að útfæra fylgigögn með nákvæmri sundurliðun til samþykktar í sveitarstjórn, stofnframlagið verði tekið af eigin fé sveitarfélagsins.

14. 2305002 - Skjalavarsla sveitarfélaga.

Erindi frá Karli Kristjánssyni og Arnóri Grímssyni dagsett 4. maí 2023 og varðar varðveislu á skjölum og gögnum félaga í Reykhólahreppi.

Sveitarstjórn þakkar erindið og felur sveitarstjóra að skoða málið. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 18.10. Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.