Fara í efni

Sveitarstjórn

492. fundur 26. apríl 2023 kl. 16:00 - 19:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð er rituð á tölvu og er 6 blaðsíður.

Oddviti bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru við fundaboð, engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá. Þrjú mál bárust og var ákveðið að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, ein fundargerð barst og var ákveðið að taka hana til afgreiðslu undir liðnum fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 491. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 14. mars 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. Mennta- og menningarmálanefnd 29. mars 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1. Skóladagatal 2023 - 2024 Reykhólaskóli grunnskóladeild.

Sveitarstjórn samþykkir skóladagatal Reykhólaskóla grunnskóladeildar fyrir skólaárið 2023 – 2024. Samþykkt samhljóða.

2.2. Sumarfrí Reykhólaskóli leikskóladeild Hólabær.

Sveitarstjórn samþykkir breytingu á sumarlokun. Samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 17. apríl 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

3.1. 2304001 - Afgreiðsla framkvæmdaleyfa.

3.1.1 Efnistaka Vegagerðarinnar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

 

3.1.2. Efnistaka í þéttbýlinu.

3.1.2.1 Efnistaka úr námu E-26.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

3.1.2.2.Efnistaka austan við Karlseyjarveg.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

3.1.3 Gatnagerð Hellisbraut.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

3.2. 2304003 - Úttektarskýrsla um öryggismál Reykhólahafnar.

Sveitarstjóri fór yfir skýrsluna og viðbrögð við henni. Þörungaverksmiðjan tók að sér að endurnýja björgunarbúnað á höfninni og er þeim færðar þakkir fyrir. Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

3.3. 2304004 - Úthlutun íbúðar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

4. Fundargerð stýrihóps um hringrásarsamfélag í Reykhólahreppi. 5. apríl 2023.

 Formaður hópsins fór yfir fundargerðina.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma á samráðsfundi skv. samþykkt í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

5. 2304020 - Ráðning verkefnastjóra hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi.

Lagður er fram ráðningasamningur við Kjartan Ragnarsson í starf verkefnisstjóra hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi. Samningurinn er tímabundinn til tveggja ára. Sveitarstjórn samþykkir ráðningu Kjartans Ragnarssonar í starf verkefnisstjóra Hringrásarsamfélagsins í Reykhólahreppi og býður hann velkominn til starfa. Samþykkt samhljóða.

6. 2304007 - Kosning fulltrúa í fulltrúaráð EBÍ.

Sveitarstjórn kýs Hrefnu Jónsdóttur sem aðalfulltrúa og Vilberg Þráinsson sem varafulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands (EBÍ) skv. 39. gr. B-liðar samþykktar um stjórn Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða.

7. 2304008 - Verksamningur vegna gatnagerðar við Hellisbraut.

Lagður er fram verksamningur við Verklok vegna gatnagerðar við Hellisbraut. Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.

8. 2304009 - Ósk Dalabyggðar um inngöngu í Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

Lagt er fram erindi frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps varðandi ósk Dalabyggðar um inngöngu í þjónustuna. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið með skilyrðum að ráðinn verði starfsmaður með búsetu í Reykhólahreppi og að sett verði meira fjármagn til greiðslu bókhaldsþjónustu sem Reykhólahreppur veitir.

9. 2304010 - Forkaupsréttur vegna sölu á Stóra Pakkhúsi fastanr. 212-2817.

Lögð eru fram drög að yfirlýsingu um höfnun á forkaupsrétti á ofangreindri eign vegna sölu hennar. Sveitarstjórn hafnar forkaupsrétti í Stóra Pakkhús fastanr. 212-2817. Samþykkt samhljóða.

10. 2304011 - Framlag til félags eldri borgara í Reykhólahreppi og Dalabyggð.

Lagt er fram erindi frá Félagi eldri borgara í Reykhólahreppi og Dalabyggð dagsett 3. apríl 2023 þar sem félagið óskar eftir 300 þús. kr. framlagi fyrir árið 2022. Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að uppæð 300 þús. til Félags eldri borgara í Reykhólahreppi og Dalabyggð samþykkt samhljóða.

11. 2303008 - Eyjólfshús landnr. 139749, lóðaleigusamningur. Lagður er fram lóðarleigusamningur við eigendur Eyjólfshúss í Flatey dagsettur 12. apríl 2023. Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Samþykkt samhljóða.

12. 2304012 - Samstarf í málum er varða heimilisofbeldi.

Lagt er fram erindi frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum dagsett 13. mars 2023 þar sem embættið óskar eftir þátttöku Reykhólahrepps, Strandabyggðar, Kaldrananeshrepps og Árneshrepps í verkefni embættisins varðandi mál er varða heimilisofbeldi. Óskar embættið eftir því að gengið verði frá samstarfsyfirlýsingu milli aðila varðandi heimilisofbeldi til tilraunar í eitt ár Sveitarstjórn samþykkir þátttöku fyrir sitt leiti og vísar erindinu til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða.

13. 2304013 - Veðleyfi í ærgildum á Kötlulandi. Lagt er fram skjal þar sem fram kemur að núverandi eigendur að Kötlulandi lóð 2 fasteignanr. 2122543 og handhafar að 157 ærgildum sem skráð eru á jörðina Kötluland fasteignanr.1396651 í eigu Reykhólahrepps veiti Byggðastofnun tímabundið leyfi til að taka veð í greiðslumarkinu. Óskað er eftir því hvort sveitarfélagið geri athugasemdir við það. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við það að Byggðastofnun verði veitt tímabundið veðleyfi í 157 ærgildum sem skráð eru á jörðina Kötluland fasteignanr. 1396651, svo fremi sem að það falli engin ábyrgð á sveitarfélagið á nokkurn hátt. Samþykkt samhljóða.

14. 2209004 - Stjórnun- og verndaráætlun friðlands í Flatey, drög. Lagt er fram erindi frá Umhverfisstofnun dagsett 14. apríl 2023 ásamt drögum að stjórnun- og verndaráætlunar friðlandsins í Flatey. HJ fór yfir helstu atriðin í áætluninni. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum er til og með 29. maí 2023. Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við drögin. Samþykkt samhljóða.

15. 2302003 – Sorpmál, breyting.

Sveitarstjórn samþykkir að leita nýs tilboðs frá Íslenska gámafélaginu. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

16. 2304014 - Innleiðing heimsmarkmiða hjá sveitarfélögum. Lagt fram og kynnt.

17. 2304015 - Fagháskólanám í leikskólafræði á landsvísu. Lagt fram og kynnt.

18. 2304016 - Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

Lagt fram og kynnt. Rætt var um hvernig hægt er að verja fulltrúa og starfsfólk fyrir afleiðingum þess að farið sé yfir mörk í samskiptum.

19. 2304017 - 212. fundur Breiðafjarðarnefndar Fundargerð lögð fram.

20. 2302011 - 920. – 924. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðir lagðar fram.

Önnur mál (ef einhver):

21. 2302021 Styrktarsamningur Ungmennafélagið Afturelding.

Oddviti leggur fram styrktarsamning á milli Reykhólahrepps og Ungmennafélagsins. Sveitarstjórn samþykkir samninginn, styrk að upphæð 1 millj. til fjögurra ára. Samþykkt samhljóða.

22. 2304021 – Landamerki Kötlulands og Miðhúsa.

Sveitarstjórn telur að ekki sé sameiginlegur skilningur á landamerkjum milli Kötlulands og Miðhúsa varðandi stóru Geldingsey. Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir úrskurði um landamerkin. Samþykkt samhljóða.

23. 2304022 - Tilboð í málun Grettislaugar.

Sveitarstjórn samþykkir tilboð í viðgerð og málningu á laug Grettislaugar. Samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn óskar þess að viðgerðum verði lokið í byrjun júní.

Fundi slitið kl. 19.10, fundargerðin er undirrituð rafrænt.