Fara í efni

Sveitarstjórn

481. fundur 16. júní 2022 kl. 15:00 - 18:57 Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Gestur á fundinum undir 2. lið mála til afgreiðslu var Jóhann Þórðarson frá
  • Endurskoðunarstofunni Áliti.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 4 síður.


Oddviti bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst. Oddviti
kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við
fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár.


Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1. 479. og 480. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 12. maí og 2. júní.
Farið yfir fundargerðirnar.

2. Skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd 15. júní 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1 1903004 - Breytinga á aðalskipulagi Reykhólahrepps, vindorka í Garpsdal.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.2 2004013 - Endurskoðun aðalskipulags Reykhólahrepps.
Sveitarstjórn samþykkir að aðalskipulagstillaga, með breytingu í landi Brekku, ásamt
umhverfisskýrslu, verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um
umhverfismat framkvæmda og áætlana. Samþykkt samhljóða.

2.3 2111007 - Endurnýjun Reykhólahafnar, dýpkun.
Sveitarstjórn samþykkir að veita allt að 3.7 millj. í dýpkun Reykhólahafnar í tengslum
við endurnýjun hennar. Fjármögnun greiðist af eigin fé sveitarfélagsins og vísað í
gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2022. Samþykkt samhljóða.

2.5. 2206004 - Umsókn um lóð fyrir gámahús.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Hins vegar telur sveitarfélagið heillavænlegast að gámarnir verði staðsettir utan
þéttbýlis skv. skilmálum um byggingar á landbúnaðarsvæðum og mælist til þess að
sú leið verði farin.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

3. Mennta- og menningarmálanefnd 15. júní 2022.
Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.
JÖE vék af fundi.

3.1 Ráðning skólastjóra Reykhólaskóla.
Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Önnu Margréti Tómasdóttur í
stöðu skólastjóra Reykhólaskóla, sameinaðs grunn- og leikskóla.

JÖE kom aftur inn á fund.
Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

1. 2201001 - Ársreikningur Reykhólahrepps 2022 og endurskoðunarskýrsla, fyrri
umræða.
Ársreikningur og endurskoðunarskýrsla lögð fram.
Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir ársreikning Reykhólahrepps 2021 og
endurskoðunarskýrslu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 námu 697,4 millj. kr. Samkvæmt
rekstrarreikningi A og B hluta, er þar af námu rekstrartekjur A hluta 481,5 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um
34,1 millj. kr. En rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæði um 8 millj. kr. Samkvæmt
rekstrarreikningi.
Heildareignir sveitarfélagsins námu 688 millj. kr. og heildarskuldir 173.2 millj. kr. Eigið fé
sveitarfélagsins í árslok nam 514,8 millj. kr. Samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A
hluta nam 420,1 millj. Kr.
Sveitarstjórn þakkar Jóhanni yfirferðina og vísar ársreikningi Reykhólahrepps til síðari
umræðu. Samþykkt samhljóða.

2. 2205020 - Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps, síðari umræða.
Lögð er fram breyting á samþykkt um stjórn Reykhólahrepps til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir breytingarnar og felur sveitarstjóra að láta birtar þær í B- deild
Stjórnartíðina. Samþykkt samhljóða.

3. 2206001 - Bréf vegna vistgötu í Flatey.
Erindi frá Guðrúnu Mörtu Ársælsdóttur fyrir hönd ábúenda í Flatey, dagsett 6. júní 2022.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að kanna grundvöll fyrir því að gera
götuna í Flatey að vistgötu. Samþykkt samhljóða.

4. 2206003 - Sumarfrí nefnda, sveitarstjóra og lokun skrifstofu.
Lagt fram erindi frá sveitarstjóra dagsett 14. Júní 2022.
Samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Reykhólahrepps er sveitarstjórn heimilt að fella
niður reglulega fundi vegna sumarleyfa. Sveitarstjóri leggur til að fundir sveitarstjórnar og
allra nefnda falli niður í júlí. Sveitarstjóri leggur einnig til að skrifstofa sveitarfélagsins
verði lokuð vegna sumarleyfa tímabilið 18. júlí - 29. júlí. Þá óskar sveitarstjóri eftir
sumarleyfi frá og með 18. júlí – 12. Ágúst. Auk þess óákv. daga þegar færi gefst, aldrei
lengur en viku í senn.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

Mál til kynningar

5. 2203006 - Breiðafjarðarnefnd 203. fundur.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Önnur mál

6. 2206006 - Erindi frá Tómasi Sigurgeirssyni fyrir hönd bænda á Kötlulandi.
Erindi dagsett 15. júní 2022 og varðar Stóru-Geldingsey.
Sveitarstjóra falið að vinna í málinu skv. umræðum á fundinum.

7. 2205009 - 67. Fjórðungsþing að kosningasumri.
JÖE sótti þingið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið kl. 18.57

Fundargerðin undirrituð rafrænt