Sveitarstjórn
529. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Mánudaginn 15. desember 2025, kl. 16:30
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Um er að ræða aukafund sem var boðaður í samræmi við 9. grein Samþykkta um stjórn Reykhólahrepps nr. 685/2013.
Mætt eru eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)
Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)
Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, (ÓÞÓ) fundinn og ritaði fundargerð.
Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, ein fundargerð barst og samþykkt var að taka hana til afgreiðslu undir liðnum fundargerðir nefnda.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda:
1. Stjórn Hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar, 4. fundur:
Sveitarstjórn þakkar Steinunni Agnarsdóttur, hjúkrunarforstjóra, fyrir góð störf í þágu heimilisins og óskar henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún mun taka sér fyrir hendur.
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar varðandi auglýsingu á starfinu.
Samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu:
- 2507003 Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029
Fjárhagsáætlun 2026 lögð fram til síðari umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029 og gjaldskrám fyrir árið 2026. Jafnframt er greinargerð sveitarstjóra með fjárhagsáætlun lögð fram.
Álagningarprósenta útsvars á tekjur ársins 2026 er 14,97% í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar á 427. fundi hennar sem fór fram 12.11.2025.
Fasteignaskattur í Reykhólahreppi árið 2026 verður með eftirfarnaid hætti:
Fasteignaskattur A 0,55%
Fasteignaskattur B 1,32%
Fasteignaskattur C 1,65%
Fráveitugjald 0,25%
Vatnsgjald 0,50%
Lóðarleiga 4% (af nýjum lóðum)
Sorpeyðingargjald skv. gjaldskrá er innheimt jafnframt fasteignagjöldum og lóðarleigu. Gjalddagar fasteignagjalda verða fimm:
10. febrúar 2026
10. apríl 2026
10. júní 2026
10. ágúst 2026
10. október 2026
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Sé álagningin 15.000 kr. eða minni er einn gjalddagi, 10. apríl 2026.
Sé álagningin 15.001 til 25.000 kr. eru tveir gjalddagar, 10. febrúar og 10. apríl 2026. Annars eru gjalddagarnir fimm.
Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Reykhólahreppi njóta 100% afsláttar af fasteignaskatti ef árstekjur fara ekki yfir kr. 5.690.000 hjá einstaklingi og kr. 8.060.000 hjá hjónum. Afsláttur er aðeins veittur af einni íbúð hvers gjaldanda og þarf hann að hafa lögheimili í íbúðinni. Ekki þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn.
Helstu lykiltölur í fjárhagsáætlun árins 2026 eru eftirfarandi:
- Rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 23 milljónir króna og rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 4 milljónir króna.
- Heildareignir samstæðunnar eru áætlaðar um 1.280 milljónir króna í árslok 2026, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 462 milljónir króna og eigið fé er áætlað um 818 milljónir króna.
- Áætlað veltufé frá rekstri A-hluta er um 4,1 milljónir króna eða rétt tæpt 1% og samantekið fyrir A og B-hluta 28,6 milljónir króna, eða um 2,4% af heildartekjum.
- Áætlaðar fjárfestingar á árinu 2025 eru samtals rétt tæplega 100 milljónir króna.
Eftirfarandi gjaldskrár eru lagðar fram til staðfestingar:
- Gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Reykhólahreppi
- Gjaldskrá fyrir fráveitu Reykhólahrepps
- Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald í Reykhólahreppi
- Gjaldskrá fyrir Grettislaug
- Gjaldskrá fyrir leiguhúsnæði Reykhólahrepps
- Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykhólahreppi
- Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds í Reykhólahreppi
- Gjaldskrá fyrir leikskóladeild Reykhólaskóla
- Gjaldskrá vegna máltíða í mötuneyti Reykhólahrepps
Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2026 ásamt ofangreindum gjaldskrám og þakkar stjórnendum fyrir vandaða vinnu í fjárhagsáætlunargerð.
Samþykkt samhljóða
2. 2409009 Fjárhagsáætlun 2025
Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025 lagðir fram.
Viðauki nr. 3 er samþykktur að upphæð 1.149.964 kr og skýrist vegna eignarsjóðs viðhalds og vegna Reykhóladaga.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:31