Sveitarstjórn
Fundargerð,
526. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Miðvikudaginn 8. október 2025, kl. 16:00
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)
Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)
Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, (ÓÞÓ) fundinn og ritaði fundargerð.
Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, en ekkert slíkt kom upp.
Dagskrá:
1. Fundargerð 525. fundar sveitarstjórnar Reykhólahrepps 10.09.2025
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar:
2. Fundargerð 18. fundar mennta- og menningarmálanefndar 30.09.2025
Fundargerðin lögð fram og staðfest samhljóða.
3. Fundargerð 56. fundar velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 02.09.2025.
Fundargerðin lögð fram og staðfest samhljóða.
Mál til afgreiðslu:
4. 2507003 Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029
Sveitarstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlun og fór yfir tímaáætlun.
5. 2503007 Skipun fulltrúa í stýrihóp áfangastaðaáætlunar
Erindi frá Markaðsstofu Vestfjarða dags. 20.02.2025 þar sem óskað er eftir skipun fulltrúa í stýrihóp áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Sveitarstjórn leggur til að Rebekka Eiríksdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í stýrihópnum.
Samþykkt samhljóða.
6. 2406019 Ósk um viðhaldsáætlun
Erindi frá stjórn Báta- og hlunnindasýningarinnar dags. 06.10.2025 þar sem ítrekuð er brýn þörf á bættu viðhaldi á húsnæði sýningarinnar og óskað eftir viðhaldsáætlun þegar kemur að húsinu.
Vísað til vinnslu fjárhagsáætlunargerðar.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar:
7. 2509032 Morgunbollinn, samtal framkvæmdastjóra sveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Glærur frá fundi sem fór fram 19.09.2025.
Lagt fram til kynningar.
8. 2509034 Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum 138/2011
Erindi frá innviðaráðuneytinu dags. 23.09.2025 þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 180/2025 “Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.
Sveitarstjóri kynnti drög að áskorun til Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og innviðaráðherra hins vegar frá fámennum sveitarfélögum.
Sveitarstjórn tekur undir það sem fram kemur í áskorununum en felur jafnframt sveitarstjóra að vinna að og skila inn umsögn Reykhólahrepps í samráðsgátt í samræmi við umræðu á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
9. 2509016 Áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.
Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands dags. 10.09.2025 þar sem áréttuð er lagaleg staða og ábyrgð sveitarfélaga í skipulagsmálum og réttur almennings til skýrra upplýsinga um takmarkanir á vátryggingarvernd og bótarétti skv. 16. gr. laga nr. 55/1992 þegar byggt er á svæðum með fyrir fram þekkta náttúruvá, einkum vegna vatns- og sjávarflóða.
Lagt fram til kynningar.
10. 2509036 Skógrækt, ályktun S.Í.
Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 22.09.2025 þar sem komið er á framfæri ályktun félagsins frá nýliðnum aðalfundi.
Lagt fram til kynningar.
11. 2509044 Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 26.09.2025 þar sem tillaga að þingsályktun um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040 er send til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.
12. 2509045 Endurskoðun byggðaáætlunar
Erindi frá Byggðastofnun dags. 26.09.2025 þar sem vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir rafrænt samráð vegna stefnumótunar vegna endurskoðunar byggðaáætlunar.
Lagt fram til kynningar.
13. 2510002 Alþjóðlegur minningardagur Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa
Erindi frá innviðaráðherra dags. 30.09.2025 þar sem hvatt er til virkrar þátttöku í minningardegi Sameinuðu þjóðanna um fórnarlömb umferðarslysa sem verður haldinn sunnudaginn 16.11.2025.
Lagt fram til kynningar.
14. 2510004 Öryggi, varnarmál og hlutverk Almannavarnadeildar
Erindi frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra dags. 06.10.2025 þar sem vakin er athygli á árleg ráðstefna Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem verður haldin fimmtudaginn 16.10.2025. Ráðstefnan mun eins og áður fjalla um almannavarnamál á Íslandi, með sérstakri áherslu á öryggi, varnarmál og hlutverk Almannavarnadeildarinnar í því samhengi.
Lagt fram til kynningar.
15. 2501005 Kvennaverkfall 50 ára
Erindi frá Kvenréttindafélagi Íslands dags. 06.10.2025 þar sem sveitarfélög eru hvött til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitarfélögum kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli 24.10.2025.
Sveitarstjórn hvetur stjórnendur til að vera sveigjanlega gagnvart konum og kvárum á þessum kvennafrídegi eins og hægt er og fagna deginum með þeim konum og kvárum sem ekki geta lagt niður störf.
Samþykkt samhljóða.
16. 2509038 Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, fundargerðir
Fundargerð stjórnarfundar Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda bs. sem fór fram 22.09.2025.
Lagt fram til kynningar.
17. 2509035 Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerðir
Fundargerð 20. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sem fór fram 08.09.2025.
Lagt fram til kynningar.
18. 2503008 Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir
Fundargerðir stjórnarfunda Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 984 sem fór fram 12.09.2025 og nr. 985 sem fór fram 26.09.2025.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20.