Fara í efni

Sveitarstjórn

523. fundur 25. júní 2025 kl. 16:00 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Rebekka Eiríksdóttir aðalmaður (RE)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri
  • Kjartan Þór Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri

523. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 25. júní 2025, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri fundinn. Kjartan Þór Ragnarsson mætti á fundinn undir máli 2 á dagskrá.

Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, ein fundargerð barst og var samþykkt að taka hana undir liðnum fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 

Dagskrá:

Fundargerðir:

1.   fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 11. júní 2025

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 18. júní 2025

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

3.   Mennta- og menningarmálanefnd 24. júní 2025.

Sveitarstjóri fór yfir fundargerðina. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

4.   Fundargerð skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar 25. júní 2025.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

 

Mál til afgreiðslu

1.   2505011 - Ársreikningur Reykhólahrepps 2024, síðari umræða

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.060 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 790 millj. kr.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 34 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 18,4 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Heildareignir sveitarfélagsins námu 1.066,6 millj. kr. og heildarskuldir 273 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 793,6 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 647 millj. kr.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Reykhólahrepps fyrir árið 2024.

2.   2506017 - Skýrsla verkefnastjóra hringrásar

Kjartan Þór Ragnarsson fór yfir stöðu helstu mála sem hann hefur verið að vinna að.

Sveitarstjórn þakkar verkefnastjóra fyrir greinagóða yfirferð.

Samningur við verkefnastjóra rennur út 1. ágúst 2025. Verkefnastjóri hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir framlengingu á samningi og mun hann hverfa til annarra starfa á vegum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn þakkar verkefnastjóra fyrir mikilvæg störf í þágu sveitarfélagsins. Hefur verkefnastjóri byggt undir fjölmörg verkefni sem hafa styrkt stöðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn telur mjög mikilvægt að vinna verkefnin áfram og felur sveitarstjóra að undirbúa starfslýsingu sem tekur mið af skipuriti sem er í vinnslu.

3.   2505007 - Undirritaður samningur við sveitarstjóra

Lagður fram til kynningar.

 

4.   2506016 - Sumarleyfi sveitarstjórnar 2025

Skv. 4 mgr. 8. gr samþykktar um stjórn Reykhólahrepps er sveitarstjórn heimilt að fella niður reglulega fundi sveitarstjórnar vegna sumarleyfis. Samþykkt að sveitarstjórn fari í sumarleyfi í júlí 2025 og að skrifstofa sveitarfélagsins verði lokuð frá 23. júlí-3. ágúst.

Samþykkt samhljóða.

5.   2506014 - Tilnefning í Breiðafjarðarnefnd

Erindi frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra dagsett 12. júní 2025.

Sveitarstjórn tilnefnir Rebekku Eiríksdóttur og Karl Kristjánsson sem fulltrúa í Breiðafjarðanefnd skv. 28. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020, er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu og mun Ráðherra skipa í nefndina og velja úr tilnefningum svo kynjaskipting sé sem jöfnust.

Sveitarstjóra falið að koma tilnefningum til ráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar:

6.   2502013 - Skipurit Reykhólahrepps

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi skipurit Reykhólahrepps og óskar eftir að fá að vinna málið til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

7.   2506011 – Samkomulag milli ríkis og sveitarfélag vegna barna með fjölþættan vanda

Lagt fram til kynningar.