Sveitarstjórn
525. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps
Miðvikudaginn 10. september 2025, kl. 16:00
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru eru:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)
Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, varamaður (IBE) í forföllum aðalmannsins Vilbergs Þráinssonar.
Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, (ÓÞÓ) fundinn og ritaði fundargerð.
Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, en ekkert slíkt kom upp.
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 524. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 20. ágúst 2025
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundur mennta- og menningarnefndar 26.08.2025
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar á skólavist utan lögheimilisveitarfélags.
3. Fundur skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar Reykhólahrepps 9. september 2025
Fundargerðin lögð fram og samþykkt samhljóða
Mál til afgreiðslu:
4. 2507003 Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029
Tímaáætlun og forsendur.
Sveitarstjóri fór yfir forsendur og tímaáætlun fjárhagsáætlunargerðarinnar.
5. 2508026 Skóladagatal
Mál frá fundi mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps sem fór fram 26.08.2025.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu mennta- og menningarmálanefndar á breytingu á skóladagatali samhljóða.
6. 2406019 Aðalskipulag 2022-2034, breyting Króksfjarðarnes
Mál frá fundi skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar sem fór fram 09.09.2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefndar um að tillaga til Aðalskipulagsbreytingar vegna Króksfjarðarness og Geiradals verði auglýst skv. 1. m.gr. 31. greinar skipulagslaga 123/2010 með áorðnum breytingum eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar frá 24. júlí 2025.
7. 2508027 Sérhæfð velferðarþjónusta á Vestfjörðum
Samningur um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum lagður fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðan samning samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Reykhólahrepps.
8. 2509003 Eyjaþing II
Erindi frá Framfarafélagi Flateyjar dags. 01.09.2025 þar sem óskað er eftir formlegri aðild Reykhólahrepps að Eyjaþingi II, stuðningi við þingið og að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa sinn í stýrihóp verkefnisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða aðild Reykhólahrepps að Eyjaþingi II og skipar Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra, í stýrihóp verkefnisins og Jöhönnu Ösp Einarsdóttur, oddvita, til vara.
9. 2508023 Minnisvarði Jón Thoroddsen
Erindi dags. 22.08.2025 varðandi minnisvarða um Jón Thoroddsen.
Sveitarstjórn þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur undir þær áhyggjur sem þar koma fram. Erindinu er vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.
10. 2509004 Örugg augu
Erindi dags. 01.09.2025 varðandi verkefnið “Örugg augu”.
Sveitarstjórn þakkar frumkvæði bréfritara í verkefninu og samþykkir samhljóða þátttöku Reykhólahrepps í því.
11. 2205019 Skipan í nefndir og stjórnir
Breyting á skipan í nefndir og stjórnir þar sem nauðsyn krefur vegna nýs sveitarstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri, taki sæti fyrrum sveitarstjóra, Ingbjargar Birnu Erlingsdóttur, í eftirfarandi nefndum og stjórnum:
- Stjórn Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda, aðalmaður.
- Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, aðalmaður.
- Stjórn Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, aðalmaður.
- Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða, aðalmaður.
- Þörungarmiðstöð Íslands, aðalmaður.
Mál til kynningar:
12. 2507004 Boð um þáttöku í samráði. Tillaga um flokkun virkjunarkostsins
Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar
Umsögn Reykhólahrepps lögð fram.
Mál áður á dagskrá 524. Fundar sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem fór fram 20.08.2025.
Lagt fram.
13. 2508017 Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti
Tillaga að árstillagi sveitarfélaga til FV og fleiri skjöl vegna 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti.
Lagt fram og vísað til fjárhagsáæltunargerðar.
Fulltrúar sveitarfélagsins á 70. Fjórðungsþingi Vestfirðinga að hausti verða Hrefna Jónsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir ásamt Ólafi Þór Ólafssyni sveitarstjóra.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:55.