Fara í efni

Sveitarstjórn

524. fundur 20. ágúst 2025 kl. 16:00 - 18:12 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Rebekka Eiríksdóttir aðalmaður (RE)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri

524. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 20. ágúst 2025, kl. 16.00. Að fengnu samþykki allra kjörinna fulltrúa hafði fundi verið frestað um viku frá reglubundnum fundartíma.

 

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

Einnig sat Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri fundinn.

Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, ein fundargerð barst og var samþykkt að taka hana undir liðnum fundargerðir nefnda sveitarfélagsins einnig barst eitt mál varðandi sjúkraflutninga og var samþykkt að taka það undir önnur mál.

 

Dagskrá:

Fundargerðir:

1.   fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 25. júní 2025

Farið yfir fundargerðina.

2.   Fundargerð skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar 18. ágúst 2025.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða. Afgreiðslu einstaka mála má sjá í síðar í þessari fundargerð.

3.   Fundur fjallskilanefndar 19. ágúst 2025.

Fundargerð lögð fram og tillaga nefndarinnar um fjallskilaseðil samþykkt samhljóða.

 

Mál til afgreiðslu

4.   2502013 – Skipurit Reykhólahrepps

Tillaga að nýju skipuriti Reykhólahrepps lögð fram til samþykktar.

Sveitarstjórn samþykkir nýtt skipurit og felur sveitarstjóra að vinna að innleiðingu.

Samþykkt samhljóða

5.   2500513 – Breyting á aðalskipulagi – Flatey – íbúðabyggð.

Mál frá fundi Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefndar Reykhólahrepps 18.08.2025.

Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að málið verði unnið áfram en leggur áherslu á að samhliða verði unnið mat á áhrifum skipulagsbreytingarinnar á byggðina í Flatey, verndarsvæði í byggð og friðlýsingu austurhluta Flateyjar.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og gera verðkönnun vegna áframhaldandi vinnu og leggja fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

6.   2505013 – Breyting á deiliskipulagi Flateyjar, lóðastækkun og flotbryggja.

Mál frá fundi Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefndar Reykhólahrepps 18.08.2025.

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur mikilvægt að byggja undir rekstur Hótel Flateyjar en telur fram komnar umsagnir og ályktun íbúafundar sýna að mikilvægt er að taka skref til baka og vinna heildstætt mat á þolmörkum eyjarinnar með tilliti til innviða, náttúruverndar og félagslegra þolmarka. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hefja þá vinnu sbr. bókun í 6. lið fundargerðarinnar.

Nefndin telur að umsögn Minjastofnunar sýni fram á að byggingaráform hótelsins, sem eru meginmarkmið breytingarinnar, samrýmist ekki skilmálum verndaráætlunar Flateyjar. Þar sem Minjastofnun, sem er leyfisveitandi framkvæmda innan friðhelgunarsvæða friðlýstra fornminja, leggst gegn fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu, muni málið ekki ná fram að ganga í óbreyttri mynd. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að undirbúa samráð við Hótel Flatey, hagsmunaaðila og stofnanir til að skoða aðra möguleika til að ná fram markmiðum breytingarinnar án þess að ganga gegn verndarákvæðum.

Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að undirbúa samráðsvettvang sbr. bókun nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

7.   2507004 - Boð um þátttöku í samráði. Tillaga um flokkun virkjunarkostsins Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd telur að Reykhólahreppur hafi þegar markað sér stefnu um vindorkukosti í gildandi aðalskipulagi þar sem gert er ráð fyrir virkjunarkostinum í Garpsdal og leggur til við sveitarstjórn að skrifa umsögn út frá gildandi aðalskipulagi og umsögn sveitarfélagsins um mat á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn sveitarfélagsins í takt við bókunina.

Samþykkt samhljóða.

8.   2508002 – Hvalárlína 1 og Miðdalslína 1 – ósk um umsögn Reykhólahrepps.

Erindi frá Skipulagsgátt, dags. 21.07.2025, þar sem óskað er eftir umsögn vegna kynningar á matsáætlun (mat á umhverfisáhrifum) vegna Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1, nr. 1037/2025.

 

Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til að gera umsögn á þessu stigi málsins en áskilur sér rétt til að koma að málinu á síðari stigum.

Samþykkt samhljóða.

9.   2507003 – Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Forsendur fyrir gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026 & 2027-2029, gefnar út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga lagðar fram.

 

Vísað til vinnu við fjárhagsáæltun.

Samþykkt samhljóða.

10.   2508009 – Undirbúningshópur farsældarráðs Vestfjarða.

Erindi frá verkefnastjóra Farsældarráðs Vestfjarða dags. 18.07.2025 þar sem óskað er eftir tilnefningum í tímabundinn undirbúningshóp Farsældarráðs Vestfjarða.

 

Sveitarstjórn samþykkir að Hrefna Jónsdóttir taki sæti í tímabundnum undirbúningshóp Farsældarráðs Vestfjarða.

Samþykkt samhljóða.

 

Mál til kynningar:

11.   2506006 Samningur vegna starfa dansks farkennara

Undirritaður samningur Reykhólarhrepps og Menntavísindasviðs við Háskóla Íslands, dags. 03.06.2025, vegna starfa dansks farkennara.

 

Lagt fram.

 

12.   2507002 Skipulag skógræktar, ályktun

Ályktun aðalfundar Félags skógarbænda á Vestfjörðum sem haldinn var að Laugarhóli í Bjarnarfirði 14.06.2025.

 

Lagt fram.

 

13.   2404009 Svæðisskipulag Vestfjarða 2025-2050

Vinnslutillaga að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050, afgreidd til kynningar á 18. fundi svæðisskipulagsnefndar 26.05.2025.

 

Sveitarstjórn beinir þeirri athugasemd til svæðisskipulagsnefndar að mörkuð verði stefna um vindorku í svæðisskipulaginu og felur sveitarstjóra að undirbúa umsögn til svæðisskipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

14.   2508003 Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða

Fundargerðir 12. til 19. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða.

Lagt fram.

 

15.   2508004 Umhverfisþing

Erindi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, dags. 27.06.2025, þar sem Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra boðar til Umhverfisþings í Hörpu í Reykjavík 15.09.2025-16.09.2025.

 

Lagt fram.

 

16.   2508017 Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti

Erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 26.06.2025, þar sem boðað er til 70 Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti, sem fer fram í Félagsheimilinu í Hnífsdal 16.09.2025-17.09.2025.

 

Lagt fram.

 

17.   2508007 Reglur um innritun og útskrift nemenda úr Ásgarðsskóla – skóla í

skýjunum

Auglýsing um reglur um innritun og útskrift nemenda úr Ásgarðsskóla – skóla í skýjunum, frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 08.07.2025.

 

Lagt fram.

 

18.   2508010 Virkjanakostir vindorku, opið bréf til sveitarstjórna og fleiri

Erindi frá Kristínu Lárusdóttur, dags. 18.07.2025, þar sem komið er á framfæri opnu bréfi til sveitarstjorna og fleiri vegna virkjanakosta vindorku.

 

Lagt fram.

 

19.   2508018 Skipulagsmál og minjavarsla í Flatey

Minnisblað frá Minjavernd hf., dags. 14.08.2025, þar sem komið er á framfæri hugleiðingum varðandi skipulagsmál og minjavörslu í Flatey á Breiðafirði.

 

Lagt fram.

Önnur mál:

20.   Sjúkraflutningar

Sveitarstjóri greindi frá því að fimm einstaklingar frá Reykhólahreppi hafi sótt um að komast að í sjúkraflutninganámi.

Sveitarstjórn telur áhuga heimamanna á náminu jákvæðan og mikilvægt skref til að bæta viðbragð og öryggi. Sveitarstjórn ítrekar þó ábyrgð ríkisvaldsins í málaflokknum og felur sveitarstjóra að byggja undir samtal við heilbrigðisstofnun Vesturlands og ríkisins til stuðnings vinnuhóps um almannavarnir.

Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið 18:12