Fara í efni

Sveitarstjórn

521. fundur 11. júní 2025 kl. 16:00 - 18:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Rebekka Eiríksdóttir aðalmaður (RE)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð

521. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 11. júní 2025, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Fundargerð rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.

Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, tvö mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál tvær fundargerðir bárust einnig og var samþykkt að taka þær undir liðnum fundargerðir nefnda sveitarfélagsins. Kjartan Ragnarsson mætti á fundinn undir 2. lið.

Þessi fundur er síðasti fundur Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn þakkar Ingibjörgu fyrir hennar störf í þágu samfélagsins og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   520. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 28. maí 2025.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   Fundargerð skipulags-, húsnæðis-, og hafnarnefndar 11. júní 2025.

   2.1. Breyting á deiliskipulagi í Flatey, lóðastækkun og ný flotbryggja. Hótel Flatey

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

   2.2. Skipulagstillaga til auglýsingar Króksfjarðarnes

Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu aðalskipulags til auglýsingar skv. 31. gr. Skipulagslaga 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að senda tillöguna til yfirferðar Skipulagsstofnunar.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

3.   Fundargerð umhverfisnefndar

Sveitarstjórn felur formanni nefndarinnar að ræða við verkefnastjóra uppbyggingar og framkvæmda um hvort verkefni um hönnun skógræktar rúmist innan fjárhagsáætlunar þessa árs. Sveitarstjórn tekur vel í tillögur umhverfisverndar um forgangsröðun verkefna C10. Forgangsröðun vísað til fjárhagsáætlunargerðar að öðru leiti.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu

1.   2505011 - Ársreikningur Reykhólahrepps 2024, fyrri umræða.

Málefni frestað.

2.   2505007 - Ráðning sveitarstjóra.

Lagður er fram ráðningasamningur við Ólaf Þór Ólafsson í starf sveitarstjóra Reykhólahrepps frá 16. júní 2025.

Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur oddvita að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjórn óskar Ólafi velfarnaðar í starfi sínu hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

3.   2506001 - Prókúra sveitarstjóra.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Ólafi Þóri Ólafssyni prókúru á reikninga sveitarfélagsins frá og með 17. júní 2025. Prókúra Ingibjargar Birnu Erlingsdóttur falli niður á sama tíma.

Samþykkt samhljóða.

4.   2502013 - Drög að endurskoðuðu skipuriti Reykhólahrepps.

Lögð eru fram drög að endurskoðuðu skipuriti Reykhólahrepps. JÖE fór yfir gögn frá Attentus að breyttu skipuriti.

Sveitarstjórn felur JÖE áframhaldandi vinnu við skipuritið.

5.   2506002 - Sameining Vestfirðir.

Lagt er fram erindi frá Ísafjarðarbæ dagsett 2. júní 2025, þar sem bærinn lýsir yfir skýrum vilja til sameininga sveitarfélaga á Vestfjörðum og áhuga á óformlegum viðræðum.

 

Sveitarstjórn tekur ekki afstöðu til erindisins að svo stöddu en leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur með sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Samþykkt samhljóða.

 

6.   2506008 - Kosning oddvita og varaoddvita skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Reykhólahrepps nr. 685/2013 með síðari breytingum.

Eitt framboð barst í embætti oddvita. Jóhanna Ösp Einarsdóttir réttkjörin oddviti með öllum greiddum atkvæðum. Eitt framboð barst í embætti varaoddvita, Hrefna Jónsdóttir réttkjörinn varaoddviti með öllum greiddum atkvæðum.

Mál til kynningar

7.   2506003 - Niðurfelling varnalína.

Lagt fram erindi frá atvinnuvegaráðuneyti varðandi niðurfellingu Kollafjarðarlínu.

Sveitarstjórn hafnar boði um að fá línuna að gjöf og ítrekar að mikilvægt sé að fjarlægja girðinguna verði henni ekki viðhaldið. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um hvort að Vestfjarðahólf eystra og vestra verði þar með eitt varnarhólf og hvort að um flutning á sauðfé innan svæðis sem og út fyrir svæði gildi sömu reglur.

Samþykkt samhljóða.

 

8.   2506004 – Fundargerð stjórnar FSR og ársreikningur 2024.

Lagt fram til kynningar.

9.   2503008 – 980. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál:

10.   2506009 - Trúnaðarmál

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

11.   2506010 - Uppsögn tómstundafulltrúa.

Lagt er fram uppsagnarbréf Jóhönnu Aspar Einarsdóttur úr starfi tómstundafulltrúa, en Jóhanna hefur verið í árs leyfi frá starfi sínu.

Sveitarstjórn þakkar Jóhönnu fyrir hennar störf í þágu æskulýðsmála fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn vísar framhaldi máls í skipuritsvinnu.

Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerð, fundi slitið kl. 18:10