Fara í efni

Sveitarstjórn

519. fundur 09. apríl 2025 kl. 16:00 - 19:20 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir oddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir varaoddviti (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Rebekka Eiríksdóttir aðalmaður (RE)
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 1. varamaður (IBE)
Starfsmenn
  • Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

519. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 9. apríl 2025, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti (JÖE)

Hrefna Jónsdóttir, varaoddviti (HJ)

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)

Rebekka Eiríksdóttir, aðalmaður (RE)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ) boðaði forföll

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, 1. varamaður (IBE)

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

Gestur á fundinum var Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri, undir fundargerð skipulagsnefndar.

Fundargerð rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.

Oddviti bauð alla velkomna á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 3 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   518. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 12. mars 2025.

Farið yfir fundargerðina.

Varðandi lið10. JÖE og RE mættu á Fjórðungsþing auk sveitarstjóra og Hrafnkels verkefnastjóra.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

2.   Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 7. apríl 2025.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

   2.1. 2503016 - Umsókn um lóð undir vindmyllu í Flatey.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

   2.2. 2503017 - Umsókn um lóð undir sólarorkuver í Flatey.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

   2.3. 2406019 - Aðalskipulag Reykhólahrepps 2022 - 2034, breyting Króksfjarðarnes.

Sveitarstjórn samþykkir að vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu í Króksfjarðarnesi verði kynnt skv. 2. Mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig með opnum íbúafundi, KR falið að undirbúa fundinn. Samþykkt samhljóða.

   2.4. 2504001 - Viljayfirlýsing frá fundi Framfarafélags Flateyinga.

Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við skipulagslýsingu um breytta landnotkun á þorpinu í Flatey ásamt greiningu á áhrifum breyttrar landnotkunar. Samþykkt samhljóða.

KR fer af fundi. Sveitarstjórn þakkar honum fyrir góða yfirferð.

 

   2.5. 2504002 - Bátalægi Grónesi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar samhljóða.

   2.6. Lagnaleið - Erindi frá Orkubúi Vestfjarða

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að útbúa framkvæmdarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

3.   Mennta- og menningarmálanefnd 25. mars 2025.

Sveitarstjóri fór yfir fundargerð nefndarinnar.

 

   3.1. Sýn og stefna Reykhólaskóla, endurskoðun skólastefnu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn telur mikilvægt að endurskoða skólastefnu sveitarfélagsins. Horfa þarf til menntunar í víðara samhengi og taka tillit til menntastefnu Vestfjarða. Sveitarstjóra falið að afla gagna í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

Mál til afgreiðslu

1.   2504004 - Kortasjá.

Lagt er fram tilboð frá Loftmyndum á hugbúnaði fyrir bygginganefndarteikningar dagsett 12. mars 2025. Einnig er lagður fram útreikningur á kostnaði við skönnun og skráningu teikninga í kerfið.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Loftmyndir ásamt því að koma verkefninu í gang.

Samþykkt samhljóða.

2.   2503010 - Fjórðungsþings Vestfjarða, tilnefning fulltrúa í kjörnefnd.

Tekin er til formlegrar afgreiðslu tilnefning HJ í kjörnefnd Fjórðungsþings Vestfirðinga.

Tillagan samþykkt samhljóða.

3.   2504003 - Minka- og refaveiðar

Lagt er fram erindi frá Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna dagsett 22. mars 2025.

Sveitarstjórn fór yfir erindið og telur málin í sveitarfélaginu vera í samræmi við erindið.

Samþykkt samhljóða.

4.   2504005 – Fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Lagt er fram svar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða við fyrirspurnum vegna endurtekinna kvartana undan stofnunum sveitarfélagsins til embættisins.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma upplýsingum heilbrigðiseftirlitsins á vef sveitarfélagsins og skólastjóra til foreldra barna. Unnið er að endurbótum er varðar frysti og kæli í skólanum.

Samþykkt samhljóða.

5.   2504006 – Syndis, rammasamningur um netöryggi.

Tilboð frá Syndis á öryggisvöktun á upplýsingakerfum, lausnum og innviðum með sértækri greiningu og viðbrögðum við hugsanlegum netárásum.

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Syndis.

Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

6.   2503008 - 972. Fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerð lögð fram.

Önnur mál :

7.   2504007 - Víkingurinn 2025.

Erindi frá Félagi kraftamanna dagsett 7. apríl 2025.

Sveitarstjórn samþykkir erindið en getur ekki boðið upp á gistingu vegna framkvæmda. Varaoddvita falið að búa til viðburð tengdan hátíðinni.

Samþykkt samhljóða.

 

8.   2504008 - Reykhóladagar, beiðni um aukið fjármagn til hátíðar.

Erindi frá verkefnastjóra dagsett 9. apríl 2025.

Sveitarstjórn samþykkir að hækka fjárveitingu til Reykhóladaga samkvæmt erindinu.

Samþykkt samhljóða.

9.   Skipurit Reykhólahrepps.

Farið yfir drög að skipuriti ásamt svörum við fyrirspurnum Attendus.

Lagt fram til kynningar.

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 19:20.