Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

17. fundur 25. júní 2024 kl. 10:00 - 11:40 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður (JÖE)
  • Vésteinn Tryggvason aðalmaður (VT)
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

þriðjudaginn 25. júní 2024 kl. 10.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður (JÖE), og Vésteinn Tryggvason, aðalmaður (VT). Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS) boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.

Einnig sat fundinn Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.

 

Fundargerð ritaði Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður.

Formaður bauð fólk velkomið og kannaði hvort það væru önnur mál sem lægju fyrir fundinum, engin mál bárust. Jafnframt kannaði formaður lögmæti fundarins. Engar athugasemdir bárust og þá var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   2406019 -Aðalskipulag 2022 – 2034

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hefja undirbúning aðalskipulagsbreytingar í Króksfjarðarnesi og taka saman lýsingu skipulagsverkefnisins, sem verði afgreidd og kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna lýsinguna og kynna hana í samræmi við kröfur skipulagsreglugerðar.

Samþykkt samhljóða.

2.   2406020 - Umsókn um byggingaleyfi - Reykhólaskóli, viðgerð á þaki.

HG kynnti tillögur að breytingum á þaki á anddyri Reykhólaskóla.

Byggingafulltrúa heimilt að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn berast.

Samþykkt samhljóða.

 

3.   2306003 – Umsókn um stofnun lóðar (vegsvæði) í landi Skálmardals.

Nefndin felur byggingafulltrúa að ganga frá stofnun lóðar.

Samþykkt samhljóða.

4.   2305022 – Umsókn um stofnun lóðar ( vegsvæði) í landi Illugastaða.

Nefndin felur byggingafulltrúa að ganga frá stofnun lóðar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 11:40

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti