Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

16. fundur 13. júní 2024 kl. 10:00 - 11:00 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður (JÖE)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vésteinn Tryggvason aðalmaður (VT).
Starfsmenn
  • Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi
  • Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

fimmtudaginn 13. júní 2024 til kl 10.00

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður (JÖE), Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS) og Vésteinn Tryggvason, aðalmaður (VT).

Einnig sátu fundinn: Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi, Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi og Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.

Fundargerð ritaði Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar maí 2024.

Varðandi lið 8. 2405004 - Engjavogur 23, samþykkir nefndin að fela byggingafulltrúa að ganga frá byggingaleyfi.

Samþykkt samhljóða.

2.   2405015 – Umsókn um byggingarleyfi að Kirkjubóli á Bæjarnesi, umsækjandi er Ómar Ólafsson

Nefndin samþykkir byggingarleyfi og felur byggingarfulltrúa að ganga frá leyfinu.

Samþykkt samhljóða.

3.   2406001– Umsókn um stöðuleyfi á Hellisbraut 8b, umsækjandi er Dísa Guðrún Sverrisdóttir.

Nefndin hafnar umsókn um stöðuleyfi en felur byggingafulltrúa að leiðbeina umsækjanda varðandi byggingarleyfi. Fyrir varanleg mannvirki eiga ákvæði um stöðuleyfi ekki við.

Samþykkt samhljóða.

4.   2004017 – Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggði í landi Kletts.

Nefndin samþykkir deiliskipulagstillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

5.   2406018 - Umsókn um byggingarlóð við Hellisbraut 66-68. Umsækjandi er Tekta ehf

Ein umsókn um byggingarlóð barst. Nefndin samþykkir að úthluta lóðinni til Tekta ehf. Byggingarfulltrúa heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar lóðarúthlutun öðlast gildi og fullnægjandi gögnum skilað til byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúi mun kynna leyfið fyrir nefndinni á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

6.   2312008 - Mjólká – Stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja. Ísafjarðarbær óskar umsagnar.

Nefndin gerir ekki athugasemd við auglýsta tillögu.

Samþykkt samhljóða.

7.   2406002 – Umsókn um byggingarleyfi raðhúss við Hellisbraut 66-68, Tekta ehf.

Nefndin vísar í afgreiðslu 5. liðar.

 

Fundi slitið klukkan 11:00