Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

13. fundur 05. apríl 2024 kl. 10:00 - 11:05 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir
  • Vésteinn Tryggvason.
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar
  • Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir Formaður nefndar

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

föstudaginn 5. apríl 2024 kl. 10.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Tryggvason. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar og Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi. Formaður ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð eða gögn fundarins, engin athugasemd barst. Formaður spurði eftir öðrum málum en ekkert mál barst.

 

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar mars 2024

Farið yfir fundargerð og hún samþykkt samhljóða.

2.   Umsókn um lóð.

Umsókn frá Búðingunum ehf. um lóð að Hellisbraut 70-76.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni til Búðinganna ehf. og felur verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar að senda staðfestingu á umsækjenda miðað við umræður á fundi.

Samþykkt samhljóða.

3.   Úthlutun leiguíbúðar.

Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

4.   Bygging raðhúss á Hellisbraut 66 og 68.

Verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar fór yfir teikningar frá Tekta og SG húsum af raðhúsum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi á Hellisbraut 66 og 68. Verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og auglýsa lóðirnar að lokinni deiliskipulagsbreytingu.

Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar:

5.   Verkefnisstjóri framkvæmda og uppbyggingar, skýrsla.

Verkefnastjóri fór munnlega yfir helstu verkefni. Nefndin þakkar Verkefnastjóra fyrir greinagóða skýrslu.

Lagt fram til kynningar.

6.   Samningur Geirnaglinn ehf.

Undirritaður samningur lagður fram til kynningar.

 

Fundi slitið klukkan 11:05

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.