Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

13. fundur 11. mars 2024 kl. 10:00 - 11:02 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS)
  • Vésteinn Tryggvason (VT).
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri (HG)
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE).
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

mánudaginn 11. mars 2024 kl. 10.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE), Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS) og Vésteinn Tryggvason (VT). Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri (HG) og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE).

 

Formaður bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðið og hvort önnur mál lægu fyrir. Engar athugasemdir bárust, ekkert mál barst og var þá gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar febrúar 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   2402013 - Útboð 24-019 Reykhólahreppur, Karlsey, þekja og lagnir 2024.

Opnun tilboða fór fram á skrifstofu Vegagerðarinnar 20. febrúar 2024. Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

Eftirtalin tilboð bárust:

 

Geirnaglinn ehf. 96.256.600,- kr.

Almenna umhverfisþjónustan ehf. 116.600.500,- kr.

Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Geirnaglann ehf. Samþykkt samhljóða.

3.   2403004 – Kúalaug upplifunarstaður, framkvæmdaleyfi.

Lögð eru fram drög að útgáfu framkvæmdaleyfis vegna uppbyggingar á Kúalaug upplifunarstað.

Nefndin samþykkir útgáfu á framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæða grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa falin afgreiðsla málsins. Samþykkt samhljóða.

4.   2403002 - Orkubú Vestfjarða vegna plægingar, þverun Bæjardalsár, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lagt er fram erindi frá Orkubúi Vestfjarða móttekið 8. mars 2024, ásamt mati Eldis og Umhverfis ehf. Á áhrifum lagningu jarðstrengs í árbotn Bæjardalsá í Reykhólasveit dagsett 14. febrúar 2024.

Nefndin samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis til Orkubús Vestfjarða með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu málsins.

5.   2312007 - Grænigarður umsókn um byggingaleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.

Lögð er fram grenndarkynning vegna byggingar geymsluskúrs við Grænagarð dagsett 28. desember 2023.

Engar athugasemdir bárust á athugasemdarfresti sem var til 1. febrúar 2024.

 

6.   2402012 - Heimafloti og vöruflutningar 2023.

Lagðar eru fram til kynningar skýrslur um heimaflota og vöruflutninga 2023 Reykhóla- og Flateyjarhafnar.

 

7.   2403003 - Fundargerðir 459. og 460. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lagt fram til kynningar.

 

8.   Verkefnisstjóri framkvæmda og uppbyggingar, skýrsla.

HG fór með nefndinni yfir helstu málefnin sem liggja á borði verkefnastjóra.

Önnur mál:

Fundi slitið kl. 11.02

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.