Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

11. fundur 08. janúar 2024 kl. 10:52 - 11:15 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS)
Starfsmenn
  • Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri (ÍÖÞ)
  • Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi (HT)
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri (HG)
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ösp Einarsdóttir Formaður nefndar

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

mánudaginn 8. janúar 2024 kl. 10:00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE), Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS)

Einnig sátu fundinn Ívar Örn Þórðarson, slökkviliðsstjóri (ÍÖÞ), Hlynur Torfason, skipulagsfulltrúi (HT) og Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri (HG). Vésteinn Tryggvason boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.

Gestir: Steinunn Jónsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson undir 1. lið.

 

Dagskrá:

1.   2208014 - Barmahlíð - kynning á hönnun nýrra íbúða á 2. hæð

Steinunn Jónsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson mættu á fundin og fóru yfir hugmyndir að hönnun tveggja íbúða fyrir eldri borgara á efri hæð hjúkrunarheimilisins.

HG falið að kynna hugmyndir fyrir hjúkrunarforstjóra. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að kanna möguleika á fjármögnun úr framkvæmdarsjóði aldraðra.

Samþykkt samhljóða.

2.   2401003 - Byggingaráform - staðsetning íbúða við Hólatröð

HG kynnti hugmyndir að staðsetningu fjögurra íbúða á Hólatröð 2, 4, 6 og 8.

Nefndin samþykkir staðsetninguna fyrir sitt leiti og felur verkefnastjóra að undirbúa

deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

3.   2401001 - Kirkjuból - deiliskipulagsbreyting, skipting lóðar.

Nefndin samþykkir fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi sbr. 2. málsgrein 43 greinar skipulagslaga.

Enda liggur fyrir samþykki landeigenda. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með

umsækjendum.

Samþykkt samhljóða.

 

Önnur mál:

4.   2312021 - Kæra Gústafs J. Ólafssonar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdaleyfis vegna námu E-27 Reykhólar austan Karlseyjarvegar.

Skipulagsfulltrúi fór yfir efni kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna

framkvæmdaleyfis fyrir námu E-27.

Skipulagsfulltrúa falið að taka saman minnisblað og koma málsgögnum til úrskurðarnefndar

umhverfis- og auðlindamála, samkvæmt beiðni nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið klukkan 11:15