Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

10. fundur 11. desember 2023 kl. 10:00 - 10:42 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir formaður 
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir 
  • Herdís Erna Matthíasdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri 
  • Grettir Ásmundsson byggingafulltrúi  
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

mánudaginn 11. desember 2023 kl. 10.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Mætt eru : 

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður 

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir 

Herdís Erna Matthíasdóttir 2. varamaður

Einnig sátu fundinn. 

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri 

Grettir Ásmundsson, byggingafulltrúi  

Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar

 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.    

Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Sérstaklega bauð hún Hrafnkel Guðnason verkefnisstjóra velkominn á fundinn. Formaður kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá kannaði hún hvort fyrir fundinum lægju önnur mál.  Ekkert mál barst. Þá var gengið til dagskrár.  

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   2312006 - Hafnarslóð 221198, umsókn um byggingaleyfi, viðbygging.

Lögð er fram umsókn frá Norður & co ehf. dagsett 7. desember 2023 þar sem óskað er leyfis fyrir viðbyggingu við húsnæði.

Nefndin felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram með skipulagsfulltrúa, afla frekari gagna og jafnframt grenndarkynna framkvæmdina. Samþykkt samhljóða.

2.   2312007 - Grænigarður 139761, umsókn um byggingaleyfi.

Lögð er fram að nýju umsókn Helga Björgvins Haraldssonar og Höllu Dísar Hallfreðsdóttur um byggingaleyfi fyrir 29,7 fm geymsluskúr frá 28. febrúar 2016.

 

Nefndin gerir ekki athugasemd við framlögð gögn og felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina. Sveitarstjóra falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi í samræmi við samþykkt þann 7. mars 2016. Samþykkt samhljóða.

3.   2312008 - Mjólká stækkun virkjunar, afhending grænnar orku og ný bryggja nr. 0833/2023, kynning á tillögu að aðalskipulagsbreytingu á vinnslustigi.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða.

4.   2312009 - Mjólká breyting á deiliskipulag nr.035/2023 lýsing.

Skipulagnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn. Samþykkt samhljóða.

5.   2312010 - Vegur yfir Hjallaháls.

Lagt er fram erindi frá Þórisstaðafélaginu dagsett 5. október 2023 og varðar veginn yfir Hjallaháls.

 

Nefndin fór yfir erindið, þar sem óskað er eftir því að nefndin taki afstöðu til vegarins yfir Hjallaháls. Vegurinn yfir Hjallaháls er enn á forræði Vegagerðarinnar og telur nefndin því ekki tímabært að taka afstöðu til málsins. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar.

6.   2304006 – Fundir stjórnar hafnasambands Íslands 456 – 458.

Fundargerðir lagðar fram og kynntar.

Önnur mál

 

 

Fundi slitið kl. 10:42

Fundargerðin undirrituð með rafrænum hætti.