Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

2. fundur 07. febrúar 2022 kl. 15:00 - 16:15 Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Karl Kristjánsson formaður
  • Ingimar Ingimarsson varaformaður
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Ívar Örn Þórðarson slökkviliðsstjóri
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir Sveitarstjóri

Fundargerðin er rituð í tölvu og er tvær blaðsíður.


Formaður setti fundinn og óskaði eftir öðrum málum á dagskrá. Eitt mál barst og var samþykkt að taka
það til afgreiðslu undir önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar 10. janúar 2022.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2. 2201011 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir í Djúpadal.
Umsókn Norðurtaks ehf. 13.janúar 2022.

Nefndin frestar afgreiðslu málsins.

3. 2201012 – Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Kinnarstaða.
Stofnun lóðarinnar Kinnarstaðir vegsvæði úr jörðinni Kinnarstaðir landnr. 139609. Umsókn
dags 23. október 2021.

Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar Kinnarstaðir vegsvæði. Samþykkt með einu atkvæði. II
og KK sitja hjá.

4. 2202002 – Vegagerðin – vinnubúðir.

Erindi varðar staðsetningu vinnubúða, lagt fram til kynningar.

5. 2111007 - Endurnýjun á Reykhólahöfn, zinkvörn á stálþilsbryggju.
Erindi frá Vegagerðinni 25. janúar 2022, varðandi kaup á zinkvörn á nýja stálþilsbryggju.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja kaupin. Samþykkt samhljóða.

Önnur mál :

6. Umsóknir um lóðir úr landi Berufjarðar 139537 og landi Skáldsstaða 139571.
Lóðirnar Berufjörður lóð 3, 4 og 5 og Skáldstaðir lóð 2 og 3.

Nefndin gerir ekki athugasemdir og vísar afgreiðslu til byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerðina og fundi slitið kl. 16.15